Vegna vaxandi umsvifa í Tjarnarprestakalli og mikillar fjölgunar íbúa þar á undanförnum misserum hefur sr. Kjartan Jónsson héraðsprestur verið fenginn til að létta undir með sr. Báru Friðriksdóttur sóknarpresti og hefur hann þjónað í prestakallinu frá byrjun október í 60 – 70 % starfi. Íbúar í prestakallinu eru nú um 7.000. Tveir söfnuðir eru Tjarnarprestakalli, Ástjarnarsókn og Kálfatjarnarsókn. Nánar
Mikill hugur var í sóknarnefnd og starfsfólki Átjarnarsóknar á fyrsta fundi stefnumótunarvinnu safnaðrins sem haldinn var 5. nóvember í safnaðarheimili Ástjarnarkirkju. Viðfangsefnið var framtíð safnaðarins og áherslur í starfi. Nánar
Leiðarþing Kjalarnessprófastsdæmis verður haldið fimmtudaginn 8. október í Víðistaðakirkju. Leiðarþing sitja fulltrúar sóknanna í prófastsdæminu, sem eru sautján talsins. Nánar
Móeiður Júníusdóttir flutti athyglisverðan fyrirlestur um kennsluaðferðir í fermingarundirbúningi kirkjunnar. Hann er kominn á heimasíðuna og er hægt að lesa hann með því að smella hér.
Fimmtudaginn 15. okt. verður árlegur haustfundur prófasts með formönnum sóknarnefnda. Fundurinn verður haldinn í safnaðarheimili Lágafellssóknar, Þverholti 3, Mosfellsbæ og hefst kl. 18.
Leiðarþing Kjalarnessprófastsdæmis var haldið föstudaginn 8. október í Viðistaðakirkju í Hafnarfirði. Fulltrúar sóknanna áttu ánægulegan eftirmiðdag og kvöld saman þar sem starf prófastsdæmisins var rætt. Nokkur umræða varð um afleiðingar kreppunnar á afkomu safnaðanna og viðbrögð við mikilli fjölgun þjóðkirkjufólks í Tjarnarprestakalli og á Suðurnesjum. Nánar
Prédikunarseminarið er að þessu sinni haldið undir yfirskriftinni Ný trúarmenning í mótun. Dagskráin ber þess einnig merki: kallast er á við hefðbundin þemu í boðun og prédikun en jafnframt slegið á strengi framsækinnar guðfræði samtímans. Gestur seminarsins að þessu sinni er prófessor Wilhelm Gräb frá guðfræðideild Humboldtháskólans í Berlín.
Sjá: Trúarmenning í mótun. Nánar
Þjóðkirkjan stendur fyrir söfnun í kirkjum landsins fyrir fjölskyldur og heimili sem orðið hafa illa úti í hruninu. Söfnunarfé rennur til innanlandsaðstoðar Hjálparstarfs kirkjunnar. Mælst er til þess að almenn samskot verði í guðsþjónustum. Einnig verður hægt að gefa beint til Hjálparstarfsins. Nánar
Leiðarþing Kjalarnessprófastsdæmis verður haldið fimmtudaginn 8. október í Víðistaðakirkju. Leiðarþing sitja fulltrúar sóknanna í prófastsdæminu, sem eru sautján talsins. Nánar
Námskeið um notkun Facebook í kirkjustarfi verður haldinn í Kjalarnessprófastsdæmi föstudaginn 9. október en Facebook er einn mest sótti vefurinn á Íslandi í dag og líklega mest sótti samskiptavefurinn. Nánar
Nýlegar athugasemdir