Vorfundur prófasts með prestum og djáknum Kjalarnessprófastsdæmis verður haldinn í safnaðarheimili Hafnafjarðarkirkju, Strandbergi, 4. maí kl. 9 – 12. Vænst er þátttöku allra presta og djákna.
Á málþingi Kjalarnessprófastsdæmis um frjálslynda þjóðkirkjuhefð sem haldið verður í Reykholti 20-21. maí 2010 verður prófessor emeritus Klaus-Peter Jörns gestur okkar og aðalfyrirlesari. Málþinginu er ætlað að skoða inntak þeirrar guðfræði sem liggur þjóðkirkjuhugsjóninni til grundvallar og jafnframt verður hugað að endurvakningu þessarar hefðar í samtímaguðfræði og kirkjulífi. Málþingið er öllum opið. Sjá dagkrá. Nánar
Árlegur Kirkjudagur Kálfatjarnarkirkju verður haldinn hátíðlegur sunnudaginn 9. maí kl. 14:00 með guðsþjónustu í kirkjunni en kirkjan á 117 ára vígsluafmæli 11. júní. Nánar
G e g n f á t æ k t o g ó j ö f n u ð i
Söfnuður Ástjarnarkirkju býður upp á U2 messu á uppstigningardag, 13. maí, kl. 20:00 í Haukaheimilinu í Hafnarfirði.
Kór Ástjarnarkirkju syngur undir stórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur.
Sérstakir gestasöngvarar verða Regína Ósk og Svenni Þór.
Hljómsveit Hjartar Howser leikur undir, en hana skipa auk hans, Egill Rafnsson og Haraldur Þorsteinsson.
Sr. Kjartan Jónsson og Sr. Bára Friðriksdóttir leiða stundina. Sjá nánar hér Nánar
Ástjarnarsöfnuður bauð upp á U2-messu á uppstigningardag undir yfirskriftinni Gegn fátækt og ójöfnuði. Kirkjukórinn söng eingöngu U2-lög, sem sr. Gunnar Sigurjónsson, sóknarprestur í Digraneskirkju þýddi sérstaklega fyrir tilefnið, í útsetningu Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur tónlistarstjóra safnaðarins sem stjórnaði kórnum. Hljómsveit Hjartar lék undir en Regína Ósk og Svenni Þór voru gestasöngvarar. Prestarnir Bára Friðriksdóttir og Kjartan Jónsson leiddu stundina. Í lok guðsþjónustunnar gafst gestum kostur á að láta fé af hendi rakna til Hjálparstarfs kirkjunnar. Guðsþjónustan tókst frábærlega vel og hátíðarsalur Haukaheimilisins var troðfullur. Margir urðu að standa.
Myndir á kirkjan.is, í Fjarðarpóstinum og á vef Ástjarnarkirkju.
Boðaður héraðsfundur Kjalarnessprófastsdæmis, sem frestað var vegna veðurs 25. febrúar, verður haldinn í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 7. apríl n.k. kl. 17.30. Dagskrá fundarins verður óbreytt.
Héraðsfundur Kjalarnessprófastsdæmis verður haldinn 25. febrúar í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju, Strandbergi. Sjá meðfylgjandi dagskrá . Nánar
Keflavíkurkirkja fagnar 95 ára afmæli n.k. sunnudag og af því tilefni verður efnt til vikulangrar dagskrár í kirkjunni þar sem ýmislegt verður í boði. Ágrip af dagskránni má nálgast hér: http://keflavikurkirkja.is/frettir/367/Default.aspx. Þar er líka að finna slóð á pdf skjal þar sem allir viðburðirnir eru upptaldir og gerð nánari grein fyrir hverjum þeirra. Nánar
Á þessum degi verður Fagnaðarbænin (welcoming prayer) kennd. Fagnaðarbænin er að gefast Guði í dagsins önn. Hún er leið/aðferð til að samþykkja nærveru og verkan Guðs í líkamlegum og tilfinningalegum viðbrögðum okkar gagnvart atburðum og aðstæðum í daglegu lífi. Nánar
Hið árlega leiðtoganámskeið kirkjunnar og KFUM og KFUK verður haldið laugardaginn 6. febrúar. Að þessu sinni verður það haldið í Hafnarfjarðakirkju en þar er frábær aðstaða.
Sólheimanámskeiðið er ætlað leiðtogum og leiðtogaefnum í barna- og unglingastarfi kirkjunnar og KFUM og KFUK 15-90 ára. Verð: 2.900 kr. Nánar
Nýlegar athugasemdir