
Kjalarnessprófastsdæmi í samstarfi við Þjóðkirkjunar stendur nú í fjórða skiptið fyrir jóladagatali. Yfirskrift dagatalsins í ár er: „Vil ég mitt hjartað vaggna sé“ og er sótt í sálm nr. 30 eftir Einar Sigurðsson frá Heydölum, sem er elsti íslenski jólasálmurinn í Sálmabókinni.
Fyrir hvern dag desember fram að jólum opnum við nýjan glugga með uppörvandi myndbandi þar sem fólk með margskonar bakgrunn úr starfi kirkjunnar fjallar um boðskap og innihald aðventunar. Myndböndin eru tekin upp í kirkjum á Suðurnesjum, Hafnarfirði, Garðabæ, Álftanes og Kjós, einnig á Suðurlandi og Norðvesturlandi. Jóladagatalið má finna hér Facebókasíðu prófastsdæmisins.
Í fyrsta myndbandinu fjallar sr. Elínborg Gísladóttir, sóknarprestur í Grindavíkurkirkju, um þá óvenjulega stöðu sem margir Grindvíkingar eru núna í að eiga ekki kost á að vera heima um jól og aðventu og hvar finnum við þá frið og vöggu Jesúbarnsins.
Markmiðið með jóladagatalinu er að minna á boðskap aðventunnar sem er tími vonar og eftirvætingar þegar við íhugum hvað gefur lífinu gildi og tilgang og sýna kirkjurnar okkar í jóla- og aðventubúningi.
Njótum aðventunnar.



Nú yfir sumarið taka söfnuðir prófastsdæmisins höndum saman og standa fyrir fjölbreyttu helgihaldi yfir sumartímann á Suðurnesjum, í Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi og Mosfellsbæ, Kjós og Kjalarnesi. Kærkomið íslenskt sumar ber með sér léttari og bjartari lund sem skilar sér í helgihaldinu og samfélaginu eins og sjá má í sameiginlegri dagskrá kirknana í prófastsdæminu yfir sumarið.
Héraðsfundur Kjalarnessprófastsdæmis verður fimmtudaginn 16. mars í Grindavíkurkirkju og hefst með helgistund kl. 17:30.
Laugardaginn 11. febrúar, kl. 16:00 verður kórahátíð Kjalarnessprófastsdæmis í Vídalínskirkju í Garðabæ. Yfir 150 kórfélagar frá öllum kórum safnaða prófastsdæmisins taka þátt og boðið verður upp á fjölbreytta efnisskrá. Aðgangur ókeypis og verum öll hjartanlega velkomin.
Á aðventunni og fram að jólum munu birtast uppörvandi myndskeið þar sem fólk með margskonar bakgrunn úr starfi kirkjunnar fjallar um þýðingu og boðskap aðventunar. Yfirskrift dagatalsins í ár er „Slá þú hjartans hörpu strengi“ og er sótt í sálm nr. 3 eftir Valdimar Briem. Orðið aðventa er úr latínu og merkir koman eða sá sem kemur og vísar til undirbúningstímans fyrir jól þegar við undirbúum komu Jesú Krists.

Nýlegar athugasemdir