Héraðsfundur Kjalarnessprófastsdæmis verður fimmtudaginn 20. maí í safnaðarheimili Innri-Njarðvíkurkirkju, Reykjanesbæ og hefst með helgistund kl. 17:30. Héraðsfundur fyrir árið 2020 var ekki haldinn vegna samkomutakmarkanna og því verða mál frá þeim fundi afgreidd núna. Nánar
Í október 2017 stóð Kjalarnessprófastsdæmi fyrir hátíðartónleikum í tilefni af 500 ára siðbótarafmælinu. Nú eru upptökur frá tónleikunum aðgengilegar á vefnum og má finna á youtube rás prófastsdæmisins.
Hátíðartónleikarnir voru haldnir 28. október í Víðistaðakirkju og 29. október í Hljómahöllinni. Tónleikarnir voru í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit áhugamanna og kirkjukóra prófatsdæmisins. Einsöngvarar voru Ragnheiður Gröndal, Bylgja Dís Gunnarsdóttir og Gissur Páll Gissurarson.
Á tónleikunum var frumflutt Lútherskanta eftir Erirík Á. Sigtryggsson, sem var að sögn höfundar heimsögulegur viðburður þar sem þetta er fyrsta kantata sinnar tegundar. Verkið samanstendur af kórþáttum með samleik hljómsveitar og svo stuttum hljómsveitarþáttum á milli. Stíllinn er blanda af hefðbundnum kórsöng í sálmastíl, nútímalegum ómstreitum, dægurlagakenndum hljómum og rómantískum laglínum. Tónverkið er byggt á „95 tesum“ Lúthers, sem voru birtar 31. október árið 1517 og marka upphaf siðbótarinnar.
Á efniskrá tónleikanna voru auk þess Lifandi vatnið, Guð helgur andi heyr oss nú og Heyr himnasmiður.
Nýlegar athugasemdir