Skip to main content

Héraðsfundur 2020 og 2021

Eftir Fréttir

Héraðsfundur Kjalarnessprófastsdæmis verður fimmtudaginn 20. maí í safnaðarheimili Innri-Njarðvíkurkirkju, Reykjanesbæ og hefst með helgistund kl. 17:30. Héraðsfundur fyrir árið 2020 var ekki haldinn vegna samkomutakmarkanna og því verða mál frá þeim fundi afgreidd núna. Nánar

Sú von er sönn – jóladagatal

Eftir Fréttir

Nú í desember fram að jólum verður jóladagatal í samstarfi við kirkjur á Suðurnesjum, Hafnarfirði, Álftanesi,Garðabæ, Mosfellsbæ, Kjós og Kjalarnesi. Á hverjum degi birtist stutt myndband þar sem fólk með margvíslegan bakgrunn úr kirkjustarfinu fjallar um vonina, aðventuna og jólin. Yfirskrift dagatalsins er „Sú von er sönn“.

Markmiðið með jóladagatalinu er að minna á boðskap aðventunnar sem er tími vonar, þegar við beinum sjónum okkar að komu  Jesú Krists og íhugum og skoðum hvað það er sem gefur lífinu gildi í raun og veru. Einnig að vekja athygli á öflugum mannauði kirkjunnar, sjálfboðaliðum, starfsfólki og þátttakendum í kirkjustarfinu.

Hægt er að fylgjast með jóladagatalinu hér á heimasíðunni eða Facebókasíðu prófastsdæmisins.

Njótum aðventunnar.

 

Nýr prófastur

Eftir Fréttir

Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, hefur útnefnt sr. Hans Guðberg Alfreðsson sem prófast í Kjalarnessprófastsdæmi frá og með 1. desember.

Sr. Hans Guðberg er fæddur 1971 og vígðist sem prestur til Garðaprestakalls (Álftanes og Garðarbær) árið 2006.

Ný heimasíða um útför í kirkju

Eftir Fréttir

Í dag er allra heilagra messa, en það er dagur helgaður minningu látinna ástvinna. Það er dagur sem við stöldrum við og rifjum upp fallegar og kærar minningar um látna ástvini. Í tilefni þessa dags opnar Kjalarnessprófastsdæmi vef um útför í kirkju, www.utforikirkju.is.  Í útför komum við saman til að þakka og kveðja látinn ástvin hinsta sinni, þökkum fyrir líf hans og allt það sem við fengum að njóta með honum. Nánar

Prófastur vísiterar Garðasókn

Eftir Fréttir

Sunnudaginn 4. okt. kl. 14:00 mun prófastur, sr. Þórhildur Ólafs, prédika við sameiginlega guðsþjónustu Garða- og Bessastaðasóknar í Garðakirkju. Guðsþjónustan er hluti af vístasíu prófasts sem fram fer þennan dag í Vídalíns- og Garðakirkju, en áður hefur hún vísterað Bessastaðasókn. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og sr. Henning Emil Magnússon þjóna fyrir altari. Félagar í kór Vídalínskirkju syngja og organisti er Jóhann Baldvinsson. Allir velkomnir.

Prófastur vísiterar söfnuði prófastsdæmsins með reglubundnum hætti og í því felst að hún heimsækir kirkjur, safnaðarheimili, kirkugarða, grafreiti, áritar gerðabækur og á fund með sóknarnefnd, prestum og djáknum.

Haustdagskrá prófastsdæmisins

Eftir Fréttir

Dagskrá prófastsdæmisins fyrir árið 2020 er að finna á https://kjalarpr.is/dagatal/, m.a. dagsetningar funda, samvera oþh. Héraðsfundur Kjalarnessprófastsdæmis sem var frestað í vor verður í safnaðarheimili Njarðvíkurkirkju fimmtudaginn 29. október, kl. 17:30. Auk þess er á dagskrá prófasts að vísitera söfnuði prófastsdæmisins og að því tilefni vera með sameiginlegar messur á Suðurnesjum, Hafnarfirði og Garðabæ. Nánar

Steinhús fyrir munaðarlaus börn

Eftir Fréttir

Á æskulýðsdagi þjóðkirkjunnar sem var 1. mars stóðu börn og unglingar í Kjalarnessprófasastsdæmi fyrir söfnun fyrir munaðarlaus börn í Úganda í samstarfi við Æskulýðssamband kirkjunnar í Kjalarnessprófastsdæmi. Alls söfnuðust 268.702.- kr. sem hefur verið  afhent Hjálparstarfi kirkjunnar. Söfnunarféið verður notað til þess að byggja steinhús með bárujárnsþaki fyrir munaðarlaus börn í Úganda. Söfnunin hefur farði fram árlega síðastliðin fjögur ár og fólst í því að börn og unglingar í æskulýðsstarfinu standa fyrir vöfflu- og veitingasölu eftir messu á æskulýðsdaginn.

Með steinhúsi fá munaðarlaus börn í Úganda skjól fyrir næturkuldanum og rigningunni og einnig hægt að halda hreinu og hlýju. Húsið er múrað og skordýr verpa ekki í holum í veggjunum eins og í moldarkofunum. Minna verður um smit og veikindi. Af bárujárnsþakinu má safna vatni sem dugar 3-4 mánuði inn í þurrkatímann. Munaðarlausir unglingar í iðnnámi smíða gluggakarma, dyrastafi og læra múrverk af að reisa húsin. Nýtt hús gefur stolt, bjartsýni og von um að nú verði allt auðveldara og betra.

Fjölbreytt helgihald yfir sumarið

Eftir Fréttir

Nú yfir sumarið taka söfnuðir höndum saman og standa fyrir fjölbreyttu helgihaldi yfir sumartímann, m.a. á Suðurnesjum og í Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi.

Kirkjurnar á Suðurnesjum í Grindavík, Reykjanesbæ, Garðinum og Sandgerði sameinast um helgihaldið yfir sumartímann og messað er til skiptis í kirkjunum. Þar ræður fjölbreytnin ríkjum og boðið m.a. upp kvöld-, pútt-, göngu- og ratleikjamessa.

Í Garðakirkju skipta prestar, djáknar, organistar og starfsfólk Hafnarfjarðar, Vídalíns-, Víðistaða-, Bessastaða- og Ástjarnarkirkju auk Fríkirkjunnar í Hafnarfirði með sér þjónustunni við messu hvern sunnuag yfir sumarið. Á eftir er boðið upp á kaffi og notalegt samfélag í hlöðinni á burstarbænum Króki.

 

Upptökur frá hátíðartónleikum

Eftir Fréttir

Í október 2017 stóð Kjalarnessprófastsdæmi fyrir hátíðartónleikum í tilefni af 500 ára siðbótarafmælinu. Nú eru upptökur frá tónleikunum aðgengilegar á vefnum og má finna á youtube rás prófastsdæmisins.

Hátíðartónleikarnir voru haldnir 28. október í Víðistaðakirkju og 29. október í Hljómahöllinni. Tónleikarnir voru í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit áhugamanna og kirkjukóra prófatsdæmisins. Einsöngvarar voru Ragnheiður Gröndal, Bylgja Dís Gunnarsdóttir og Gissur Páll Gissurarson.

Á tónleikunum var frumflutt Lútherskanta eftir Erirík Á. Sigtryggsson, sem var að sögn höfundar heimsögulegur viðburður þar sem þetta er fyrsta kantata sinnar tegundar. Verkið samanstendur af kórþáttum með samleik hljómsveitar og svo stuttum hljómsveitarþáttum á milli. Stíllinn er blanda af hefðbundnum kórsöng í sálmastíl, nútímalegum ómstreitum, dægurlagakenndum hljómum og rómantískum laglínum. Tónverkið er byggt á „95 tesum“ Lúthers, sem voru birtar 31. október árið 1517 og marka upphaf siðbótarinnar.

Á efniskrá tónleikanna voru auk þess Lifandi vatnið, Guð helgur andi heyr oss nú og Heyr himnasmiður.

Safnað fyrir munaðarlausum börnum á æskulýðsdaginn

Eftir Fréttir

Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar er næsta sunnudag, 1. mars, en hann hefur verið haldinn fyrsta sunnudag marsmánaðar í meira en 60 ár. Á þeim degi er athyglinni einkum beint að börnum og unglingum og þau taka virkan þátt í helgihaldi kirkjunnar. Nú eins og undanfarin ár stendur Æskulýðssamband kirkjunnar í Kjalarnessprófastsdæmi fyrir söfnun til styrktar byggingu steinhúsa fyrir munaðarlaus börn í Úganda í samstarfi við Hjálparstarf kirkjunnar. Nánar