Skip to main content

Fjölgun fermingarbarna í Kjalarnessprófastsdæmi

Eftir Fréttir

Fermingin er hátíðisdagur sem er umvafinn gleði og hamingju. Stóri dagurinn sem fermingarbörnin hafa verið að bíða lengi eftir. Fermingarundirbúningi í kirkjunum sem hófst síðasta haust, er að ljúka með æfingum fyrir fermingarmessurnar. Í ár hefur fermingarbörnum í söfnuðum Kjalarnessprófastsdæmis fjölgað umtalsvert. Nánar

„Ég vil að allir eigi heimili“

Eftir Fréttir

Í tilefni af æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar stóð Æskulýðssamband Kjalarnessprófastsdæmis að söfnun til að byggja steinhús fyrir munaðarlaus börn í Úganda. Þetta var í annað skiptið sem söfnunin fór fram og safnaðist nú um 500.000.- kr., en fyrir þá upphæð má byggja fjögur steinhús fyrir börn sem búa við sára fátækt og eiga ekkert húsaskjól. Nánar

Upptaka frá kynningarfundi

Eftir Fréttir

Mánudaginn 12. mars fór fram kynningarfundur með þeim sem hlotið hafa tilnefningu til að vera í kjöri til vígslubiskups í Skálholti. Fundurinn var sendur út beint og hér má horfa á upptöku frá fundinum. Nánar

Kynningarfundur vegna kjörs vígslubiskups í Skálholti

Eftir Fréttir

Kjalarnessprófastsdæmi stendur fyrir kynningarfundi með þeim sem hafa hlotið tilnefningu til að vera í kjöri til vígslubiskups í Skálholti verður mánudaginn 12. mars, kl. 17:30-19:00 í Hásölum, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju. Þeir sem hlutu tilnefningu eru: sr. Axel Árnason Njarðvík, sr. Eiríkur Jóhannsson og sr. Kristján Björnsson.

Nánar

Halleujah á fermingarhátíð Suðurnesja

Eftir Fréttir

Það mikið fjör og gaman á fermingarbarnahátíð kirknanna á Suðurnesjum.sem fram fór Keflavíkur- og Ytri-Njarðvíkurkirkju síðastliðinn sunnudag. Um 200 börn  frá Grindavík, Garði, Reykjanesbæ og Sandgerði sóttu hátíðina ásamt prestum sínum og fermingarfræðurum.

Nánar

Af stofnfundi ÆSKK

Eftir Fréttir

Fimmtudaginn 25. janúar fór fram stofnfundur Æskulýðssambands Kjalarnessprófastsdæmis í Ástjarnarkirkju. Fundinn sóttu prestar, æskulýðsfulltrúar og æskulýðsstarfsfólks Kjalarnessprófastsdæmis.

Nánar

Gleði og gaman á fermingarhátíð í Hafnarfirði og Garðabæ

Eftir Fréttir

Í fyrsta skiptið héldu þjóðkirkjusöfnuðurnir í Hafnarfirði og Garðabæ sameiginlega fermingarhátíð sunnudaginn 28. janúar og hana sóttu á fjórða hundrað fermingarbörn ásamt fermingarfræðuum og prestum.  Svo fjölmenn var hátíðin að það þurfti þrjár kirkjur til að rúma alla dagskrána og voru þær allar iðandi af lífi og glöðum fermingarbörnum.

Nánar

Stofnfundur ÆSKK

Eftir Fréttir

ÁstjarnarkirkjaFimmtudaginn 25. janúar, kl. 18:00 verður stofnfundur Æskulýðssambands kirkjunnar í Kjalarnessprófatsdæmi í Ástjarnarkirkju, Hafnarfirði.
Allir velkomnir. Nánar

Samkirkjuleg helgistund

Eftir Fréttir

Mánudaginn 22. janúar, kl. 20:00 verður samkirkjuleg bænastund með þátttöku frá Hvítasunnukirkjunni, Aðventkirkjunni, Kaþólsku kirkjunni og Þjóðkirkjunni. Bænastundin verður í Víðistaðakirkju. Verum öll hjartanlega velkomin. Nánar