Bókakaffið heldur áfram í Kjalarnessprófastsdæmi. Fimmtudaginn 1. desember kemur prófessor Pétur Pétursson á skrifstofu prófastsdæmisins með nýútkomna bók sína um Harald Níelsson, sem ber heitið Trúmaður á tímamótum. Nánar
Nóvember er bókamánuður í Kjalarnessprófastsdæmi! Fimmtudaginn 24. nóvember kemur sr. Jóna Hrönn Bolladóttir í heimsókn á skrifstofu prófastsdæmisins og ræðir um bók þeirra hjóna Af heilum hug, sem Björg Árnadóttir skrásetti. Nánar
Nóvember er bókamánuður í Kjalarnessprófastsdæmi. Fimmtudaginn 17. nóvember kemur Óskar Guðmundsson í heimsókn á skrifstofu prófastsdæmisins í Mosfellsbæ kl. 10-11.30 og kynnir bók sína Brautryðjandinn um Þórhall Bjarnarson. Nánar
Kirkjuþing verður sett í Grensáskirkju kl. 9 laugardaginn 12. nóvember. Pétur Kr. Hafstein, forseti kirkjuþings, flytur setningarræðu og Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, og Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, flytja ávörp. Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir, forseti guðfræði- og trúarbragðafræðideildar Háskóla Íslands flytur erindið „Kirkjan og kynferðisofbeldi Hvað höfum við lært? Hvernig höldum við áfram?“ Nánar
Margmiðlunarguðsþjónustan Bænarý verður í Grensáskirkju föstudaginn 11. nóvember kl. 20. Þann dag fer fram kirkjuþing unga fólksins í Grensáskirkju.
Á Bænarý er nýjasta samskiptatækni notuð til boðunar og farsímar kirkjugesta gegna lykilhlutverki. Á Bænarý slökkvum við ekki á farsímunum og erum dugleg að taka myndir. Þrjú stór tjöld eru notuð við miðlunina og þar birtast á gagnvirkan hátt myndir, textar, skilaboð og bænir. Nánar
Í dag er dagur gegn einelti. Í tilefni af því verður kirkjuklukkum hringt kl. 13 í kirkjum um allt land og þannig minnt á þetta samfélagslega böl. Í hádeginu í dag verður opnaður nýr vefur á gegneinelti.is. Þar verður hægt að skrifa undir þjóðarsáttmála um jákvæð samskipti. Nánar
Gaman og alvara ræður í senn ríkjum hjá þeim rúmlega 500 unglingum sem koma saman á Selfossi helgina 28.-30. október á Landsmóti Æskulýðsfélaga þjóðkirkjunnar. Krakkarnir koma víðs vegar að af landinu, allt frá Reyðarfirði til Hvammstanga, Akureyri og Árbæ og taka allir þátt í fjölbreyttu unglingastarfi kirkjunnar um allt land. Um 80 krakkar koma frá söfnuðum í Kjalarnessprófastsdæmi. Nánar
Í síðustu viku var haldið árlegt prédikunarseminar Kjalarnessprófastsdæmis í Skálholti. Þar hlustuðum við á góða fyrirlestra dr. Wilfried Engemann um sýnina á manneskjuna í helgihaldinu og um ást og frelsi sem meginstef prédikunarinnar. Nánar
Dr. Marie M. Fortune er einn virtasti fagaðili heims á sviði fræðslu- og forvarnarmála um kynferðislegt ofbeldi. Hún er stödd á Íslandi og talar á málþingi og námskeiði um forvarnir og viðbrögð við kynferðislegri misnotkun í samhengi kirkju og trúfélaga, 18. og 19. október. Nánar
Kvikmyndin Eldfjall, sem hlaut kvikmyndaverðlaun kirkjunnar á RIFF í ár, er nú sýnd í Háskólabíói. Næstkomandi miðvikudag, 12. október, verður Rúnar Rúnarsson, leikstjóri og höfundur myndarinnar, til samtals og svara eftir sýninguna kl. 20. Nánar
Nýlegar athugasemdir