Skip to main content
All Posts By

a8

Dásamlegt kvöld í Víðistaðakirkju

Eftir Fréttir

Kærleikshópur Ástjarnarkirkju, sem er vísir að kvenfélagi, stóð fyrir stórkostlegum minningartónleikum í Víðistaðakirkju fimmtudaginn 2. febrúar um félaga úr kór Ástjarnarkirkju, Arndísi Þórðardóttur, sem lést langt um aldur fram úr krabbameikni síðast liðið haust. Um fjögur hundruð manns voru í kirkjunni þetta kvöld og allur ágóði af miðasölu rann til Krabbameinsfélags Íslands. Nánar

Sr. Árni Svanur Daníelsson leysir af sem héraðsprestur

Eftir Fréttir

Sr. Árni Svanur Daníelsson leysir sr. Kristínu Þórunni Tómasdóttur af í fæðingarorlofi hennar frá 7. janúar til 7. júlí á þessu ári. Sr. Árni Svanur starfar sem verkefnisstjóri og vefprestur á Biskupsstofu og verður í leyfi frá þeirri stöðu á meðan hann leysir af í prófastsdæminu. Hann er vel kunnugur í prófastsdæminu því hann leysti sr. Kristínu Þórunni af í 50% stöðu frá 1. október 2011.

Kjörskrá lögð fram 1. febrúar – kynningarfundir um allt land

Eftir Fréttir

Nýr biskup verður kjörinn á þessu ári. Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, hefur beðist lausnar frá 30. júní. Kirkjuráð fjallaði um kjörið á fundi sínum í gær og beindi þeim tilmælum til kjörstjórnar við biskupskjör að kjörskrá verði lögð fram 1. febrúar og að kynningarfundir verði haldnir í öllum landshlutum. Nánar

Prédikanir og pistlar um jól og áramót

Eftir Fréttir

Prestarnir í Kjalarnessprófastsdæmi þjónuðu í rúmlega 60 messum, guðsþjónustum og helgistundum um jólin. Nokkrar af prédikununum þeirra hafa birst á vefnum Trú.is. Þar hrósa prestarnir og brýna, uppörva, hvetja til góðra verka og varpa ljósi á helgi jólanna, endurlit áramótanna og von nýja ársins. Nánar