Skip to main content
All Posts By

a8

Jodi og Nadia: Spennandi predikunarráðstefna

Eftir Fréttir

Það hefur myndast glæsileg hefð fyrir því að Kjalarnessprófastsdæmi bjóði prestum sínum og djáknum upp á predikunarráðstefnur þeim til uppbyggingar og innblásturs.

Nýr prófastur, sr. Þórhildur Ólafs, ásamt nýrri héraðsnefnd hefur ákveðið að halda áfram þessari flottu hefð. Kjalarnessprófastsdæmi er komið í samstarf við Áhugahóp um guðfræðiráðstefnur á Íslandi og mun þannig taka þátt í því að haldin verður merkileg ráðstefna í Langholtskirkju dagana 27.-28. ágúst á þessu ári. Fyrirlesararnir eru tvær bandarískar konur sem eru með ferska sýn á predikun og skapandi safnaðarstarf. Þetta eru þær Nadia Bolz-Weber og Jodi Houge .  Nánari upplýsingar um ráðstefnuna og fyrirlesara hennar er að finna á vefsíðunni: http://www.pastrix.is/

Prestum og djáknum Kjalarnessprófastsdæmis er boðið á ráðstefnuna, þeim að kostnaðarlausu. En skráning verður að fara fram með því að senda tölvupóst á gretar.gunnarsson(hjá)kirkjan.is þar sem fram kemur: Nafn, tölvupóstfang og símanúmer.

Styttist í prestastefnu

Eftir Fréttir

Þann 14. apríl næstkomandi hefst prestastefna sem verður að þessu sinni í Grafarvogskirkju. Ýmislegt verður á dagskrá prestastefnunnar en ljóst er að stóra þemað verður kirkjan í samspili við samfélagið sem hún þjónar. Kjalarnessprófastsdæmi hvetur alla presta prófastsdæmisins til að skrá sig á prestastefnu fyrir lokadag skráningar, þann 9. apríl.

Vaktu með Kristi

Eftir Fréttir

Æskulýðsnefnd Kjalarnessprófastsdæmis (ÆNK) og ÆSKR standa fyrir Vaktu með Kristi samkomunni nú sem áður. ÆSKR ber veg að vanda að skiplagningu viðburðarins þetta árið og fer hann fram í Víðistaðakirkju aðfaranótt föstudagsins langa.

 

 

 

 

 

 

Ár hinna mörgu afmæla

Eftir Fréttir

Þessi misserin er mikil afmælatíð í Kjalarnessprófastsdæmi. Hafnarfjarðarkirkja hefur nýverið fagnað 100 ára afmæli sínu og sömuleiðis Keflavíkurkirkja sem einnig er orðin aldargömul. Á þessu ári eru ennfremur tvö önnur afmæli. Mosfellskirkja verður 50 ára í apríl og Vídalínskirkja 25 ára síðar á árinu.

Umsóknir í héraðssjóð Kjalarnessprófastsdæmis

Eftir Fréttir

Á síðasta fundi héraðsnefndar Kjalarnessprófastsdæmis var ákveðið að setja upp skema sem auðveldar umsækjendum að sækja um í héraðssjóð og sem auðveldar héraðsnefnd að meta umsóknir. Héraðsnefnd hefur ákveðið að í umsóknum til héraðssjóðs fari best á því að eftirfarandi kæmi fram:
Umsækjandi:
Nafn, kennitala, sími, vefpóstfang, bankaupplýsingar. Einnig þarf að koma fram hver er ábyrgðarmaður verkefnisins og umsóknarinnar.
Um verkefnið
Greinargerð um verkefnið þarf að fylgja
Fjárhagsáætlun
Í fjárhagsáætlun skal koma fram: heildarkostnaður, upphæð sem sótt er um og sundurliðuð fjárhagsáætlun eftir því sem á við. Einnig aðrir fengnir eða áætlaðir styrkir, eigið fé o.s.frv.
Fylgiskjöl:
Þau fylgiskjöl mega endilega fylgja sem geta hjálpað héraðsnefnd við ákvarðanatöku sína

Næsti fundur héraðsnefndar verður 9. apríl 2015

Útgefið efni hjá Skálholtsútgáfu

Eftir Fréttir

Í gegnum tíðina hefur Kjalarnessprófastsdæmi verið iðið við bókaútgáfu, prestum og leikmönnum til uppbyggingar. Nú hefur prófastsdæmið samið við Skálholtsútgáfu um að sjá alfarið um dreifingu og sölu á bókum sem prófastsdæmið hefur gefið út. Þarna eru góðar og mikilvægar bækur á borð við Þjónar í húsi Guðs -handbók, Á mælikvarða mannsins – leiðir til samtímalegrar predikunar, Orðið er laust – um predikun í samtímanum og Siðbótarrannsóknir á tímamótum. Fólk getur því hér eftir verið í sambandi við Kirkjuhúsið og Skálholtsútgáfu ef þessi tilteknu rit vantar í safnið. Kjalarnessprófastsdæmi hvetur alla eindregið sem starfa við kirkjulega þjónustu, predikun eða guðfræði til að nálgast ritin.

Fagnað í prófastsdæminu: Aldarafmæli Keflavíkurkirkju

Eftir Fréttir

Myndarlega var haldið upp á 100 ára afmæli Keflavíkurkirkju nú á sunnudaginn þann 15. febrúar. Margs er að minnast og margt er að þakka úr sögu kirkjunnar í Keflavík þar sem hún hefur verið blessunarfarvegur fyrir marga.  Þennan sama dag voru einnig annars konar tímamót í Keflavíkurkirkju því hátíðarmessa sunnudagsins var sú síðasta sem sr. Skúli S. Ólafsson tók þátt í sem prestur kirkjunnar en hann hefur nú tekið við sem prestur í Neskirkju og kveður þar með Kjalarnessprófastsdæmi.

 

Breytingar: Nýr prófastur og flutningur skrifstofu

Eftir Fréttir

Skrifstofa Kjalarnessprófastsdæmis bendir öllum á að breytingar hafa nú orðið á högum prófastsdæmisins. Nýr prófastur hefur nú starfað síðan 1. febrúar, hún sr. Þórhildur Ólafs. Einnig hefur skrifstofa prófastsdæmisins flutt með prófasti og hefur nú aðsetur í Strandbergi við Hafnarfjarðarkirkju, Strandgötu, 220 Hafnarfirði. Símanúmer prófastsdæmisins er það sama og fyrr, s.5667301.

Prófastur settur inn í embætti

Eftir Fréttir

Sunnudaginn 1. febrúar næstkomandi mun sr. Þórhildur Ólafs vera sett inn í embætti prófasts Kjalarnessprófastsdæmis. Biskup Íslands mun setja hana í í embættið og fer athöfnin fram kl. 17.00 í Hafnarfjarðarkirkju.  Skrifstofa prófastsdæmisins hvetur alla, leika og lærða innan prófastsdæmisins til að mæta.

X