Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Frelsið í fókus

Eftir Fréttir

Um fjörutíu prestar, guðfræðingar og guðfræðinemar tóku þátt í tveggja daga prédikunarseminari í Skálholti 7.-9. október. Þetta var tíunda prédikunarseminarið sem Kjalarnessprófastsdæmi stendur fyrir, með það að markmiði að auka þekkingu og færni presta til að takast á við þetta mikilvægasta hlutverk sitt, sem er að prédika fagnaðarerindið í samtímanum. Nánar

Stefnumótun og kærleiksþjónusta á erfiðum tímum

Eftir Fréttir

Leiðarþing Kjalarnessprófastsdæmi var haldið miðvikudaginn 3. október, í Lágafellssókn. Leiðarþingið er auka héraðsfundur prófastsdæmisins, þar sem lögbundin verkefni sem ekki klárast á héraðsfundi, eru til lykta leidd. Þar að auki eru á dagskrá kynning á ýmsum verkefnum í söfnuðum prófastsdæmisins. Nánar

Frelsið – prédikunarseminar 2012

Eftir Fréttir

Í tíunda sinn býður Kjalarnessprófastsdæmi til seminars um prédikunina í Skálholti. Í þetta sinn verður kastljósinu beint að frelsinu í lífi manneskjunnar og í trúnni og skoðað verður hvernig því er miðlað í prédikun. Nánar

„Já“ við þjóðkirkjuákvæði í stjórnarskrá?

Eftir Fréttir

Opið málþing á vegum Framtíðarhóps kirkjuþings og Kjalarnessprófastsdæmis verður haldið í Vídalínskirkju í Garðabæ, mánudaginn 1. október. Á málþinginu verður glímt við spurningar á borð við:

  • Á að vera ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskrá?
  • Hvað merkir Já og hvað merkir Nei í komandi þjóðartkvæðagreiðslu?
  • Samræmist þjóðkirkjuákvæði í stjórnarskrá grunngildum samfélagsins á borð trúfrelsi, jöfnuð og sanngirni?

Til að auðvelda sem flestum þátttöku er málþingið haldið tvisvar sama daginn, kl. 13-15 og 20-22. Nánar

Leiðarþing 3. október

Eftir Fréttir

Leiðarþing Kjalarnessprófastsdæmis verður haldið miðvikudaginn 3. október. Leiðarþing er auka-héraðsfundur þar sem lögbundin verkefni eru afgreidd og kirkjufólk hittist til að læra og uppörvast af hvert öðru. Nánar