Kirkjuþing verður sett í Grensáskirkju kl. 9 laugardaginn 12. nóvember. Pétur Kr. Hafstein, forseti kirkjuþings, flytur setningarræðu og Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, og Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, flytja ávörp. Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir, forseti guðfræði- og trúarbragðafræðideildar Háskóla Íslands flytur erindið „Kirkjan og kynferðisofbeldi Hvað höfum við lært? Hvernig höldum við áfram?“ Nánar
Margmiðlunarguðsþjónustan Bænarý verður í Grensáskirkju föstudaginn 11. nóvember kl. 20. Þann dag fer fram kirkjuþing unga fólksins í Grensáskirkju.
Á Bænarý er nýjasta samskiptatækni notuð til boðunar og farsímar kirkjugesta gegna lykilhlutverki. Á Bænarý slökkvum við ekki á farsímunum og erum dugleg að taka myndir. Þrjú stór tjöld eru notuð við miðlunina og þar birtast á gagnvirkan hátt myndir, textar, skilaboð og bænir. Nánar
Í dag er dagur gegn einelti. Í tilefni af því verður kirkjuklukkum hringt kl. 13 í kirkjum um allt land og þannig minnt á þetta samfélagslega böl. Í hádeginu í dag verður opnaður nýr vefur á gegneinelti.is. Þar verður hægt að skrifa undir þjóðarsáttmála um jákvæð samskipti. Nánar
Gaman og alvara ræður í senn ríkjum hjá þeim rúmlega 500 unglingum sem koma saman á Selfossi helgina 28.-30. október á Landsmóti Æskulýðsfélaga þjóðkirkjunnar. Krakkarnir koma víðs vegar að af landinu, allt frá Reyðarfirði til Hvammstanga, Akureyri og Árbæ og taka allir þátt í fjölbreyttu unglingastarfi kirkjunnar um allt land. Um 80 krakkar koma frá söfnuðum í Kjalarnessprófastsdæmi. Nánar
Í síðustu viku var haldið árlegt prédikunarseminar Kjalarnessprófastsdæmis í Skálholti. Þar hlustuðum við á góða fyrirlestra dr. Wilfried Engemann um sýnina á manneskjuna í helgihaldinu og um ást og frelsi sem meginstef prédikunarinnar. Nánar
Dr. Marie M. Fortune er einn virtasti fagaðili heims á sviði fræðslu- og forvarnarmála um kynferðislegt ofbeldi. Hún er stödd á Íslandi og talar á málþingi og námskeiði um forvarnir og viðbrögð við kynferðislegri misnotkun í samhengi kirkju og trúfélaga, 18. og 19. október. Nánar
Kvikmyndin Eldfjall, sem hlaut kvikmyndaverðlaun kirkjunnar á RIFF í ár, er nú sýnd í Háskólabíói. Næstkomandi miðvikudag, 12. október, verður Rúnar Rúnarsson, leikstjóri og höfundur myndarinnar, til samtals og svara eftir sýninguna kl. 20. Nánar
Á níunda prédikunarseminari Kjalarnessprófastsdæmis í Skálholti er boðunin tekin föstum tökum. Um 30 prestar, guðfræðingar og guðfræðinemar ætla að nota tvo daga til að nema það nýjasta í prédikunarfræðum, miðla af eigin sýn og reynslu í prédikunargerð og íhuga stöðu orðsins í samfélaginu. Nánar
Fimmtudaginn 6. október nk. verður málþing í Keflavíkurkirkju undir yfirskriftinni „Hærra, ég og þú!“. Með málþinginu er vilji til að stuðla að samvinnu og samræðu milli ungs fólks og þeirra er starfa með ungu fólki með það að marki að leysa úr læðingi þá krafta sem í þeim búa og ekki njóta sín sem skyldi. Nánar
Leiðarþing Kjalarnessprófastsdæmis verður að þessu sinni haldið í hátíðarsal Gerðaskóla, Garði, miðvikudaginn 5. október. Þingið hefst kl. 17.30 með helgistund í umsjón sóknarprests, sr. Sigurðar Grétars Sigurðssonar. Nánar
Nýlegar athugasemdir