Nú er hægt að horfa á myndböndin í jóladagatalinu Að vænta vonar hér á vefnum. Í dagatalinu mætum við 24 vonarberum sem hvetja okkur áfram í dagsins önn. Vonarberarnir koma víða að, þau deila reynslu sinni með áhorfendum og segja í stuttu máli hvernig aðventan vekur þau til umhugsunar um vonina í lífinu.
Árlega hittast prestar í Kjalarnessprófastsdæmi til undirbúnings fyrir prédikanir jóla og áramóta. Þetta árið var engin undantekning þar á og leiddi prófastur Kjalarnessprófastsdæmis, dr. Gunnar Kristjánsson, spjall um texta jólanna og prédikunarvinnu fyrir stórhátíðina, undir Esjuhlíðum á ægifögrum desembermorgni.
Aðventan er tími vonar, undirbúnings, gjafmildi og gleði. Í jóladagatali kirkjunnar í ár mætum við 24 vonarberum sem hvetja okkur áfram í dagsins önn. Fyrsti glugginn í dagatalinu verður opnaður á miðnætti 1. desember. Nánar
Árlegur aðventufundur prófasts með prestum og djáknum þar sem jólatextarnir verða krufnir, verður haldinn í Esjustofu á Kjalarnesi 3. desember kl. 9:30-13. Þetta er ómissandi undirbúningur við vinnslu jólaprédikananna. Gestur fundarins verður Pétur Gunnarsson rithöfundur. Nánar
Fjölskylduskemmtun til fjáröflunar Velferðarsjóðs Suðurnesja fer fram laugardaginn 4. desember. Þá verður mikið um að vera í Andrews Theater á Ásbrú. Keflavíkurkirkja er meðal þeirra sem standa að viðburðinum. Nánar
Langar þig að lesa það sem prestarnir í prófastsdæminu skrifa í prédikunum og pistlum? Í Kjalarnessprófastsdæmi starfa 18 prestar sem hafa mikið og margt að segja um trúna og lífið. Nánar
Á síðasta nóvember-bókakaffi Kjalarnessprófastsdæmis verður athyglinni beint að smásagnasafninu Geislaþráðum eftir Sigríði Pétursdóttur. Höfundurinn sem er þekkt útvarpskona kemur og ræðir um sögurnar á skrifstofu prófastsdæmisins fimmtudaginn 25. nóvember kl. 11. Nánar
Kirkjuráð starfar í þremur aðalnefndum; löggjafarnefnd, allsherjarnefnd og fjárhagsnefnd. Sr. Skúli Ólafsson var fulltrúi í fjárhagsnefnd og hann tók nokkra punkta saman sem innihalda skilaboð fjárhagsnefndar til kirkjuráðs og biskups Íslands: Nánar
Kirkjuþingi lauk í Grensáskirkju í síðustu viku. Á þinginu voru lögð fram 38 mál, eitt var dregið til baka. Þingið afgreiddi þessi mál með 11 starfsreglum og 19 þingsályktunum. Hægt er að kynna sér ýmis atriði sem þingið afgreiddi á vef kirkjuþings: http://kirkjuthing.is Nánar
Bókamánuðurinn nóvember heldur áfram í Kjalarnessprófastsdæmi. Fimmtudaginn 18. nóvember kemur dr. Arnfríður Guðmundsdóttir prófessor í heimsókn og spjallar um tvær nýútkomnar bækur sínar. Nánar
Nýlegar athugasemdir