Skip to main content

„Kom þú, kom“

Eftir Fréttir

Á hverjum degi á aðventunni og fram að jólum munu birtast á falleg og uppörvandi  myndskeið þar sem fólk með allskonar bakgrunn úr starfi kirkjunnar fjallar um þýðingu og boðskap aðventunar. Yfirskrift dagatalsins er „Kom þú, kom“ og er sótt í sálm nr. 70: „Kom þú, kom vor Immanúel. Orðið aðventa er úr latínu og merkir koman eða sá sem kemur og vísar til undirbúningstímans fyrir jól þegar við undirbúum komu Jesú Krists.

Jóladagatal er samstarfsverkefni prófastdæmisins og Þjóðkirkjunar. Myndskeiðin eru frá kirkjum á Suðurnesjum, Hafnarfirði, Álftanesi, Garðabæ, Mosfellsbæ, Kjós og Kjalarnesi. Markmiðið með jóladagatalinu er að minna á boðskap aðventunnar sem er tími vonar og eftirvætingar þegar við íhugum og skoðum hvað gefur lífinu gildi og tilgang. Einnig að vekja athygli á margvíslegum mannauði kirkjunnar, sjálfboðaliðum, starfsfólki og þátttakendum í kirkjustarfinu.

Hægt er að fylgjast með jóladagatalinu hér á heimasíðunni eða Facebókasíðu prófastsdæmisins.

Njótum aðventunnar.

Nýtt útialtari vígt við Esjuberg

Eftir Fréttir

Sunnudaginn   20. júní, vígði Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, keltneskt útialtari á Esjubergi á Kjalarnesi. Það er reist til að minnast fyrstu kirkjunnar sem um er getið í íslenskum ritheimildum, Landnámubók og Kjalnesingasögu, og landnámsmaðurinn, Örlygur Hrappsson, mun hafa reist á Esjubergi um árið 900. Nánar

Héraðsfundur 2020 og 2021

Eftir Fréttir

Héraðsfundur Kjalarnessprófastsdæmis verður fimmtudaginn 20. maí í safnaðarheimili Innri-Njarðvíkurkirkju, Reykjanesbæ og hefst með helgistund kl. 17:30. Héraðsfundur fyrir árið 2020 var ekki haldinn vegna samkomutakmarkanna og því verða mál frá þeim fundi afgreidd núna. Nánar

Sú von er sönn – jóladagatal

Eftir Fréttir

Nú í desember fram að jólum verður jóladagatal í samstarfi við kirkjur á Suðurnesjum, Hafnarfirði, Álftanesi,Garðabæ, Mosfellsbæ, Kjós og Kjalarnesi. Á hverjum degi birtist stutt myndband þar sem fólk með margvíslegan bakgrunn úr kirkjustarfinu fjallar um vonina, aðventuna og jólin. Yfirskrift dagatalsins er „Sú von er sönn“.

Markmiðið með jóladagatalinu er að minna á boðskap aðventunnar sem er tími vonar, þegar við beinum sjónum okkar að komu  Jesú Krists og íhugum og skoðum hvað það er sem gefur lífinu gildi í raun og veru. Einnig að vekja athygli á öflugum mannauði kirkjunnar, sjálfboðaliðum, starfsfólki og þátttakendum í kirkjustarfinu.

Hægt er að fylgjast með jóladagatalinu hér á heimasíðunni eða Facebókasíðu prófastsdæmisins.

Njótum aðventunnar.

 

Nýr prófastur

Eftir Fréttir

Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, hefur útnefnt sr. Hans Guðberg Alfreðsson sem prófast í Kjalarnessprófastsdæmi frá og með 1. desember.

Sr. Hans Guðberg er fæddur 1971 og vígðist sem prestur til Garðaprestakalls (Álftanes og Garðarbær) árið 2006.

Ný heimasíða um útför í kirkju

Eftir Fréttir

Í dag er allra heilagra messa, en það er dagur helgaður minningu látinna ástvinna. Það er dagur sem við stöldrum við og rifjum upp fallegar og kærar minningar um látna ástvini. Í tilefni þessa dags opnar Kjalarnessprófastsdæmi vef um útför í kirkju, www.utforikirkju.is.  Í útför komum við saman til að þakka og kveðja látinn ástvin hinsta sinni, þökkum fyrir líf hans og allt það sem við fengum að njóta með honum. Nánar

Prófastur vísiterar Garðasókn

Eftir Fréttir

Sunnudaginn 4. okt. kl. 14:00 mun prófastur, sr. Þórhildur Ólafs, prédika við sameiginlega guðsþjónustu Garða- og Bessastaðasóknar í Garðakirkju. Guðsþjónustan er hluti af vístasíu prófasts sem fram fer þennan dag í Vídalíns- og Garðakirkju, en áður hefur hún vísterað Bessastaðasókn. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og sr. Henning Emil Magnússon þjóna fyrir altari. Félagar í kór Vídalínskirkju syngja og organisti er Jóhann Baldvinsson. Allir velkomnir.

Prófastur vísiterar söfnuði prófastsdæmsins með reglubundnum hætti og í því felst að hún heimsækir kirkjur, safnaðarheimili, kirkugarða, grafreiti, áritar gerðabækur og á fund með sóknarnefnd, prestum og djáknum.