Á níunda prédikunarseminari Kjalarnessprófastsdæmis í Skálholti er boðunin tekin föstum tökum. Um 30 prestar, guðfræðingar og guðfræðinemar ætla að nota tvo daga til að nema það nýjasta í prédikunarfræðum, miðla af eigin sýn og reynslu í prédikunargerð og íhuga stöðu orðsins í samfélaginu. Nánar
Fimmtudaginn 6. október nk. verður málþing í Keflavíkurkirkju undir yfirskriftinni „Hærra, ég og þú!“. Með málþinginu er vilji til að stuðla að samvinnu og samræðu milli ungs fólks og þeirra er starfa með ungu fólki með það að marki að leysa úr læðingi þá krafta sem í þeim búa og ekki njóta sín sem skyldi. Nánar
Leiðarþing Kjalarnessprófastsdæmis verður að þessu sinni haldið í hátíðarsal Gerðaskóla, Garði, miðvikudaginn 5. október. Þingið hefst kl. 17.30 með helgistund í umsjón sóknarprests, sr. Sigurðar Grétars Sigurðssonar. Nánar
Farskóli leiðtogaefna sem hefur unnið sér fastan sess í leiðtoganámi kirkjunnar hefur nú göngu sína að nýju. Námskeiðið er miðað við áhugasama unglinga á aldrinum 15-17 ára sem aðstoða í starfi eða hafa hug á að starfa með börnum og/eða unglingum innan kirkjunnar. Nánar
„Purpose-driven“ safnaðaruppbygging eins og sú sem er stunduð í Saddleback kirkjunni í Kaliforníu, er viðfangsefni námskeiðs í Hafnarfjarðarkirkju 18. október n.k. Nánar
Mannskilningur í helgihaldi og prédikun er viðfangsefni níunda prédikunarseminars Kjalarnessprófastsdæmis í Skálholti. Segja má því að guðfræði og mannfræði leiði saman hesta sína í prédikunum og fyrirlestrum í Skálholti 9.-11. október n.k. Nánar
Málþingaröðin Á nöfinni – hugsað um framtíð kirkjunnar er haldin um þessar mundir í Neskirkju. Það er framtíðarhópur kirkjuþings sem stendur fyrir samtalinu. Föstudaginn 23. september verður verkefni Kjalarnessprófastsdæmis um Þátttökukirkjuna gerð skil í erindi sr. Kristínar Þórunnar Tómasdóttur héraðsprests.
Kirkjuþingsfulltrúar í 1., 2. og 3. kjördæmi, sem eru Kjalarnesprófastsdæmi, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra og Reykjavíkurfrófastsdæmi vestra, boða til fundar mánudaginn 26. september kl. 19:00 í Digraneskirkju í Kópavogi. Nánar
Á degi kærleiksþjónustunnar, 18. september, tók Bessastaðasókn í Kjalarnessprófastsdæmi á móti viðurkenningu fyrir víðtækt og öflugt sjálfboðaliðastarf. Evrópsku samtökin Eurodiaconia, sem þjóðkirkjan er aðili að, stóð að verðlaununum sem fulltrúar úr hópi sjálfboðaliða í Bessastaðasókn veittu viðtöku. Nánar
Haustfundur formanna sóknarnefnda með prófasti verður haldinn þriðjudaginn 20. september í safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ. Fundir prófasts með formönnum sóknarnefnda eru haldnir tvisvar á ári, að vori og hausti. Nánar
Nýlegar athugasemdir