Á þessum degi verður Fagnaðarbænin (welcoming prayer) kennd. Fagnaðarbænin er að gefast Guði í dagsins önn. Hún er leið/aðferð til að samþykkja nærveru og verkan Guðs í líkamlegum og tilfinningalegum viðbrögðum okkar gagnvart atburðum og aðstæðum í daglegu lífi. Nánar
Hið árlega leiðtoganámskeið kirkjunnar og KFUM og KFUK verður haldið laugardaginn 6. febrúar. Að þessu sinni verður það haldið í Hafnarfjarðakirkju en þar er frábær aðstaða.
Sólheimanámskeiðið er ætlað leiðtogum og leiðtogaefnum í barna- og unglingastarfi kirkjunnar og KFUM og KFUK 15-90 ára. Verð: 2.900 kr. Nánar
Samvera fyrir leiðtoga í barna og unglingastarfi safnaða í Kjalarnessprófastsdæmis verður haldin í Víðistaðakirkju fimmtudaginn 11. febrúar kl. 17:30 – 21:00. Þetta er frábært tækifæri fyrir starfsfólk kirkjunnar að kynnast og hvetja hvert annað. Þátttaka er ókeypis. Nánar
Það er ekki á hverjum degi sem út kemur bók um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar. En nú er bókin Þjóðkirkjan og lýðræðið komin út. Hún inniheldur greinar sem fjalla um málefni kirkjunnar á líðandi stund, með hliðsjón af hugmyndafræði þjóðkirkjulaganna frá árinu 1997. Nánar
Endurskoðað fermingarhefti Kjalarnessprófastsdæmis Faðir vor, trúarjátningin & boðorðin tíu er komið út. Um er að ræða vandað og handhægt kennsluefni sem samanstendur af fróðleik og verkefnum. Fermingarbarnið er hér í forgrunni, leitast er við að tengja Faðir vor, trúarjátninguna og boðorðin tíu við reynsluheim þess. Heftið er 36 blaðsíður að lengd, myndskreytt og hentar bæði stórum sem smáum hópum fermingarbarna. Hægt er að nálgast heftið á skrifstofu Kjalarnessprófastsdæmis.
Prestar og djáknar eru boðaðir til föstu- og páskafundar með prófasti miðvikudaginn 24. mars í Kirkjuhvoli, Vídalínskirkju. Fundurinn hefst kl. 9.30 með kaffisopa og lýkur kl. 12.30 með léttum hádegisverði. Nánar
Nýr bæklingur um skírnina kemur út á vegum Kjalarnessprófastsdæmis í ársbyrjun 2010. Hann er áþekkur bæklingi um Faðirvorið sem gefinn var út árið 2008 og var vel tekið. Hann er með harmonikkulagi, myndskreyttur af Þorfinni Sigurgeirssyni myndlistarmanni.
Í ársbyrjun 2010 kemur út á vegum Kjalarnessprófastsdæmis bókin Þjóðkirkjan og lýðræðið sem er helguð minningu sr. Ólafs Skúlasonar biskups sem hefði orðið áttræður 29. desember. Hann beitti sér fyrir setningu þjóðkirkjulanna sem samþykkt voru á Alþingi árið 1997. Nánar
Hér er hægt að fá allar upplýsingar um helgihald í kirkjum Kjalarnessprófastsdæmis um jól og áramót 2009. Nánar
Gospelkór Jóns Vídalíns er samstarfsverkefni Vídalínskirkju í Garðabæ og fjölbrautaskólans í Garðabæ. Þetta er öflugur kór sem María Magnúsdóttir söngkona stjórnar. Unga fólkið er á aldrinum 16-25 ára og þau syngja kraftmikla gospeltónlist og eftir mjög þekkta og jafnframt nýja tónlistarmenn í gospeltónlist. Nánar
Nýlegar athugasemdir