Skip to main content
All Posts By

a8

Af stofnfundi ÆSKK

Eftir Fréttir

Fimmtudaginn 25. janúar fór fram stofnfundur Æskulýðssambands Kjalarnessprófastsdæmis í Ástjarnarkirkju. Fundinn sóttu prestar, æskulýðsfulltrúar og æskulýðsstarfsfólks Kjalarnessprófastsdæmis.

Nánar

Gleði og gaman á fermingarhátíð í Hafnarfirði og Garðabæ

Eftir Fréttir

Í fyrsta skiptið héldu þjóðkirkjusöfnuðurnir í Hafnarfirði og Garðabæ sameiginlega fermingarhátíð sunnudaginn 28. janúar og hana sóttu á fjórða hundrað fermingarbörn ásamt fermingarfræðuum og prestum.  Svo fjölmenn var hátíðin að það þurfti þrjár kirkjur til að rúma alla dagskrána og voru þær allar iðandi af lífi og glöðum fermingarbörnum.

Nánar

Stofnfundur ÆSKK

Eftir Fréttir

ÁstjarnarkirkjaFimmtudaginn 25. janúar, kl. 18:00 verður stofnfundur Æskulýðssambands kirkjunnar í Kjalarnessprófatsdæmi í Ástjarnarkirkju, Hafnarfirði.
Allir velkomnir. Nánar

Samkirkjuleg helgistund

Eftir Fréttir

Mánudaginn 22. janúar, kl. 20:00 verður samkirkjuleg bænastund með þátttöku frá Hvítasunnukirkjunni, Aðventkirkjunni, Kaþólsku kirkjunni og Þjóðkirkjunni. Bænastundin verður í Víðistaðakirkju. Verum öll hjartanlega velkomin. Nánar

Erindi á leiðarþingi Kjalarnessprófastsdæmis

Eftir Fréttir

Á leiðarþingi Kjalarnessprófastsdæmis flutti Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, erindið „Að skynja og skilja“, en þar segir hann m.a.: „Kristnin ætlar kirkju sinni ekki auðvelt hlutverk… Það er hennar að taka á vandmeðförnum félagslegum úrlausnarefnum, ekki til að hafa lausnirnar á reiðum höndum, heldur gildin, hina siðferðilegu vegvísa. Og óttalaus á hún að draga fram í dagsljósið orsakir og afleiðingar.“

Erindið í heild sinni er að finna heimasíðu hans: ogmundur.is,

Leiðarþing og siðbótin í samtímanum

Eftir Fréttir

Leiðarþing Kjalarnessprófastsdæmis verður haldið fimmtudaginn 23. nóvember, kl. 17.30  í Strandbergi, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju.Öllum þjónandi prestum, djáknum, formönnum sóknarnefnda og safnaðarfulltrúum ber að sækja leiðarþing. Organistar og annað starfsfólk safnaðanna á rétt til fundarsetu.

Nánar

Lútherslestrar – fyrir hvern dag ársins

Eftir Fréttir

Í tilefni þess að árið 2017 eru liðin 500 ár frá trúasiðbót Marteins Lúthers gefur Kjalarnessprófastsdæmi út bókina „Lútherslestrar – fyrir hvern dag ársins.“ Í bókinni eru lestrar fyrir hvern dag ársins með ritningargreinum ásamt íhugunartextum úr ritsafni Lúthers í þýðingu dr. Gunnars Kristjánssonar.

Nánar

Hátíðartónleikar og Lútherskantata

Eftir Fréttir

Um 200 manns munu koma að hátíðartónleikum sem Kjalarnessprófastsdæmis stendur fyrir í tilefni 500 ára siðbótarafmælisins og verða í Víðistaðakirkju laugardaginn 28. október og í Hljómahöllinni 29. október og hefjast kl. 16:00. Fjölbreytt efnisskrá og frumflutningur Lútherskantötu eftir tónskáldið Eirík Árna Sigtryggsson. Verum öll hjartanlega velkomin. Nánar

Heimsókn og fundur með góðum gestum frá Reading

Eftir Fréttir

Mánudaginn 2. okt. kl. 18:00 stendur Kjalarnessprófastsdæmi fyrir fundi með þeim Revd. Stephen Pullin, sóknarpresti í St. Mary the Virgin og aðstoðarmanni biskupsins í Berkshire, og Chris West, stjórnandaæskulýðssambands kirkjunnar í St. Lawrence,, Reading. Þeir munu fjalla um: „Tradtional church, unconventional ministry.“

Nánar

Kynningarfundur vegna kjörs vígslubiskups í Skálholti

Eftir Fréttir

Þann 21. september, kl. 17:30 Í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju stendur Kjalarnessprófastsdæmi fyrir kynningarfundi á þeim sem hafa hlotið tilnefningu til að vera í kjöri til vígslubiskups í Skálholti. Það eru: Axel Árnason Njarðvík, Eiríkur Jóhannsson og Kristján Björnsson. Á fundinum verða þeir með framsögur og boðið upp á fyrirspurnir. Fundurinn er öllum opin. Nánar