Haustnámskeið kirkjustarfsins eru haldin víða um land. Þau eru ætluð prestum, djáknum, sunnudagaskólakennurum, æskulýðsleiðtogum, organistum og öðru starfsfólki í safnaðarstarfi. Sjálfboðaliðar og fulltrúar í sóknarnefndum eru sérstaklega velkomnir. Nánar
Árlegur haustfundur prófasts með prestum og djáknum í Kjalarnessprófastsdæmi verður haldinn fimmtudaginn 25. ágúst í safnaðarheimili Lágafellskirkju. Haustfundirnir fjalla um málefni safnaðanna í upphafi vetrarstarfs en einnig eru tekin til umfjöllunar sérstök mál hverju sinni. Nánar
170 krakkar eru nú á vikulöngu fermingarnámskeiði í Hafnarfjarðarkirkju sem markar upphaf fermingarstarfsins í vetur. Nánar
Verkefnið Energí og trú er metnaðarfullt og áhugavert verkefni sem miðar að því að efla og hvetja ungt fólk á Suðurnesjum til sjálfstæðis og athafna með fjölbreyttum námskeiðum og stuðningi. Nánar
Gospelkór Jóns Vídalíns fagnar fimm ára afmæli sínu um þessar mundir og heldur glæsilega tónleika í kvöld, 18. maí í hátíðarsal Fjölbrautarskóla Garðabæjar kl. 20. Þar ætlar kórinn meðal annars að syngja lög eftir Kirk Franklin, Celine Dion, Justin Bieber og Óskar Einarsson. Nánar
Á þessu ári er haldið upp á 150 ára afmæli Útskálakirkju en hún var tekin í notkun árið 1861. Um komandi helgi verður mikil afmælishátíð sem allir mega taka þátt í! Nánar
Haldin verður guðsþjónusta á sunnudagskvöldið í Lágafellsskóla, þar sem fermingarbörn næsta árs og fjölskyldur þeirra eru sérstaklega boðin velkomin. Hljómsveitin Tilviljun leiðir tónlist og almennan söng. Nánar
Prestastefna er haldin í Reykjavík dagana 3.-5. maí. Yfirskrift hennar er Kirkja á krossgötum. Nánar
Nú í vor verður haldið Grunnnámskeið fyrir þau sem eru 17 ára (fædd 1994) og eldri sem starfa í barna- og unglingastarfi kirkjunnar. Námskeiðið er byggt upp á ellefu sjálfstæðum fyrirlestrum sem verða kenndir á sjö samverum dagana 23. – 31. maí. Nánar
Hugmyndin um samstarfssvæði sókna og grunnþjónustu kirkjunnar er mikið rædd um þessar mundir. Elínborg Gísladóttir sóknarprestur í Grindavík situr á kirkjuþingi og tók saman eftirfarandi grein um málið þar sem meðal annars er komið inn á hvernig samstarfssvæðin líta ú í Kjalarnessprófastsdæmi. Nánar
Nýlegar athugasemdir