Biskup Íslands auglýsir laust til umsóknar embætti sóknarprests í Útskálaprestakalli, Kjalarnessprófastsdæmi frá 1. september 2009. Nánar
Valnefnd í Garðaprestakalli, Kjalarnesprófastsdæmi, ákvað á fundi sínum þriðjudaginn 9. júní síðastliðinn að leggja til að sr. Hans Guðberg Alfreðsson verði skipaður prestur í Garðaprestakalli með sérstaka þjónustuskyldu við Bessastaðasókn. Nánar
Þrír umsækjendur eru um embætti sóknarprests í Hafnarfjarðarprestakalli, Kjalarnessprófastsdæmi. Nánar
Keflvíkingar fá þriðja safnaðarprestinn þegar guðfræðingurinn Erla Guðmundsdóttir æskulýðsfulltrúi verður vígð til prestþjónustu við Keflavíkurkirkju sunnudaginn 5. júlí . Nánar
Í tengslum við vísitasíu sína í Keflavík átti prófastur fund með tveim fulltrúum Félagsþjónustunnar í Reykjanesbæ ásamt prestum Keflavíkurprestakalls. Stefnt er að námskeiði um afleiðingar skilnaðar á börn, þar er um að ræða framhald ráðstefnunnar „Áfram ábyrg“ sem haldin var af Kjalarnessprófastsdæmi, Félagsþjónustunni og Keflavíkurprestakalli.
Miðvikudaginn 27. maí vísiteraði prófastur Njarðvíkurprestakall, heimsótti kirkjunar þrjár, Njarðvíkurkirkju, Ytri-Njarðvíkurkirkju og Kirkjuvogskirkju í Höfnum. Í lok vísitasíunnar hélt prófastur fund með sóknarpresti og fulltrúum sóknanna, rætt var um kirkjustarfið, kirkjur, safnaðarheimili og kirkjugarða. Vaxandi starf er í prestakallinu og margir eru virkir sem sjálfboðaliðar í starfinu, talsvert hefur fjölgað í Njarðvíkurprestakalli á undanförnum misserum, munar þar mestu um fjölgun í Innri-Njarðvík og á Vallarheiði.
Í tengslum við vísitasíu sína í Njarðvíkurprestakalli átti prófastur fund með Hjálmari Árnasyni framkvæmdastjóra Flugakademíu og Heilsuskóla Keilis og Bryndísi Blöndal stjórnunarfræðingi; með prófasti sat Ásbjörn Jónsson fulltrúi í héraðsnefnd Kjalarnessprófastsdæmis fundinn. Niðurstaðan var sú að stefnt skyldi að námskeiði um stjórnun í kirkjustarfi fyrir presta, djákna og sóknarnefndafólk föstudaginn 4. sept. n.k. Námskeiðið verður auglýst strax og dagskrá liggur fyrir.
Valnefndarfundur í Garðaprestakalli verður 9. júní en umsóknarfrestur um prestakallið rann út 20. maí, fimm umsækjendur eru um prestakallið: Cand. theol. Guðbjörg Ólöf Björnsdóttir, séra Guðbjörg Jóhannesdóttir, séra Hannes Björnsson, séra Hans Guðberg Alfreðsson og séra Þórhildur Ólafs. Embættið verður veitt frá 1. sept. n.k.
Verkefnið Opin kirkja hefst um miðjan júní. Það felst í því að flestar kirkjur í prófastsdæminu verða opnar ferðamönnum og boðið verður upp á leiðsögn um kirkjuna á íslensku og erlendum tungumálum. Sr. Þórhallur Heimisson starfandi héraðsprestur heldur námskeið fyrir þá sem munu sýna kirkjurnar í Kálfatjarnarkirkju 3. júní. Bæklingi með myndum af öllum kirkjunum ásamt upplýsingum um opnunartíma verður dreift til ferðamanna. Verkefnið var samþykkt á héraðsfundi 2009.
Nýlegar athugasemdir