Kirkjuþingsfulltrúar í 1., 2. og 3. kjördæmi, sem eru Kjalarnesprófastsdæmi, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra og Reykjavíkurfrófastsdæmi vestra, boða til fundar mánudaginn 26. september kl. 19:00 í Digraneskirkju í Kópavogi. Nánar
Á degi kærleiksþjónustunnar, 18. september, tók Bessastaðasókn í Kjalarnessprófastsdæmi á móti viðurkenningu fyrir víðtækt og öflugt sjálfboðaliðastarf. Evrópsku samtökin Eurodiaconia, sem þjóðkirkjan er aðili að, stóð að verðlaununum sem fulltrúar úr hópi sjálfboðaliða í Bessastaðasókn veittu viðtöku. Nánar
Haustfundur formanna sóknarnefnda með prófasti verður haldinn þriðjudaginn 20. september í safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ. Fundir prófasts með formönnum sóknarnefnda eru haldnir tvisvar á ári, að vori og hausti. Nánar
Dagur kærleiksþjónustunnar í þjóðkirkjunni er 18. september. Í ár er athyglinni beint að starfi sjálfboðaliða sem fást við margvísleg verkefni í kirkjunni. Nánar
Í Loccum mætast gamli og nýi tíminn. Þar stendur klaustur frá 13. öld sem zistersíensarmunkar stofnuðu. Í dag er þar miðstöð starfsmenntunar presta og um 100 prestar stunda þar nám að jafnaði.
Á öðrum vinnudegi tók íslenski kirkjuþingshópurinn þátt í dagskrá á skrifstofu landskirkjunnar í Hannover fyrri partinn og í kirkjuamti EKD seinni partinn. Nánar
Á fyrsta vinnudegi tók íslenski kirkjuþingshópurinn þátt í fjölbreyttri kynningardagskrá í höfuðstöðvum EKD, þýsku mótmælendakirkjunnar, í Hannover. Nánar
Hópur frá Kirkjuþingi og Kjalarnessprófastsdæmi er í Hannover að kynna sér stjórnhætti og skipulag EKD, þýsku mótmælendakirkjunnar. Á gær, sunnudag, tók hópurinn þátt í guðsþjónustu safnaðarins í Herrenhäuser kirkju og ræddi síðan við heimafólk. Nánar
Kjalarnessprófastsdæmi og Evangelische Kirche in Deutschland (EKD) standa að fræðslu- og kynnisferð kirkjuþingsfulltrúa til höfuðstöðva EKD dagana 29.-31. ágúst. Í ferðinni fer fram kirkjuréttarleg kynning á starfsemi sambandslandskirknanna (Landeskirche) í Hannover. Nánar
Það er andstætt hagsmunum kirkjunnar að ósátt ríki um skipan trúmála í landinu. Þess vegna þarf að finna nýjar leiðir til að tjá aðkomu hins opinbera að málefnum trú- og lífsskoðunarfélaga. Nánar
Nýlegar athugasemdir