Skip to main content

Héraðsfundur Kjalarnessprófastsdæmis

Eftir Fréttir

Héraðsfundur Kjalarnessprófastsdæmis 2011 verður haldinn miðvikudaginn 9. mars í Vídalínskirkju í Garðabæ. Samkvæmt starfsreglum þjóðkirkjunnar er héraðsfundur aðalfundur prófastsdæmis og fjallar um málefni sem varða starf þjóðkirkjunnar í prófastsdæminu. Nánar

Styrkir til verkefna á sviði kærleiksþjónustu kirkjunnar

Eftir Fréttir

Lútherska kirkjan í Finnlandi hefur afhent Biskupsstofu, fyrir hönd þjóðkirkjunnar, gjöf að upphæð 50 þúsund Evra. Gjöfin er hugsuð til stuðnings kærleiksþjónustu á Íslandi. Biskupsstofa hefur ákveðið að hluti af þeirri upphæð, eða 5 milljónir, verði auglýstir sem styrkir til verkefna á sviði kærleiksþjónustu, eða díakóníu. Nánar

Sóknir og fjármál

Eftir Fréttir

Námskeið fyrir sóknarnefndir Kjalarnessprófastsdæmis í fjármála- og bókhaldslæsi verður haldið 24. febrúar. Markmið námskeiðsins er meðal annars að kynna grundvallaratriði, hlutverk og tilgang bókhalds, og að auka almenna þekkingu á fjármálum og hæfni til að stjórna þeim. Nánar

Tónlistin er ákall til saknaðarins

Eftir Fréttir

Með því að vindurinn söng í stráum hófst tónlistarsagan samkvæmt hinni ævafornu goðsögn. Og óneitanlega er sú frásaga góð skýring á inntaki tónlistarinnar, í því felst að hún veki tilfinningar með manninum, stundum saknaðarins þegar manninum finnst eins og hann sé skilinn eftir, og eitthvað vanti uppá að líf hans sé eins og það á að vera.

Þetta segir dr. Gunnar Kristjánsson í hugvekju sem var flutt á Kóradegi Kjalarnessprófastsdæmis 5. febrúar í Víðistaðakirkju. Nánar

Að rækta ástina í lífi sínu

Eftir Fréttir

Á þriðjudagskvöldum í mars verður áhugaverð dagskrá á vegum Vídalínskirkju í Kjalarnessprófastsdæmi og Laugarneskirkju í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.

Þessir tveir söfnuðir bjóða nú í sameiningu upp á námskeið til að efla samvinnu í sambúð og hjónabandi. Þetta námskeið er ætlað öllum pörum sem finnst kominn tími til þess að ná nýjum árangri í samskiptum sínum. Nánar

Kóradagur í Kjalarnessprófastsdæmi

Eftir Fréttir

Laugardaginn 5. febrúar verður haldinn Kóradagur prófastsdæmisins þar sem fjölmargir kirkjukórar leiða saman hesta sína í æfingum og tónlistarflutningi. Afrakstur Kóradagsins verður í tónlistarhelgistund í Víðistaðakirkju, kl. 17. Nánar

Sjálfsmyndin og samfélagið í Grensáskirkju

Eftir Fréttir

Námskeið fyrir leiðtoga í æskulýðsstarfi kirkjunnar verður haldið í Grensáskirkju laugardaginn 5. febrúar frá kl. 9.00- 16.00. Þetta er hið víðfræga Viðeyjar,- Sólheima,- Hafnarfjarðarnámskeið – sem er fjölmennasta námskeiðið sem haldið er fyrir fólk í kristilegu æskulýðsstarfi á Íslandi. Nánar

Facebook í kirkjustarfi

Eftir Fréttir

Notkun félagsmiðla í kirkjustarfi hefur aukist og þroskast síðustu misserin. Við erum alltaf að læra og prófa eitthvað nýtt og þannig verða skemmtilegir hlutir til. Nánar

Breytingar á starfi presta og sjálfboðaliða í kirkjustarfi

Eftir Fréttir

Grundvallarbreytingar á starfi og stöðu prestsins í samfélaginu hefur áhrif á stöðu og sjálfsmynd sjálfboðaliða í kirkjustarfi. Presturinn þarf að vera meðvitaður um þetta og m.a. finna leið út úr hlutverki sínu sem einyrki og finna sig í staðinn í hlutverki þjálfarans, fyrirliðans, leiðbeinandans og leiðtogans. Nánar

Gott kvöld í Keflavíkurkirkju

Eftir Fréttir

Miðvikudaginn 12. janúar hefst fyrirlestraröð í Keflavíkurkirkju undir yfirskriftinni, Gott kvöld í kirkjunni. Söfnuðirnir í Keflavík, Útskálum, Hvalsnesi og Grindavík standa að þessari dagskrá, en tilgangur hennar er að skapa vettvang fyrir sjálfboðaliða við söfnuðina til fræðslu, samfélags og vaxtar. Kjalarnessprófastsdæmi styrkir verkefnið. Nánar