Skip to main content

Aðventufundur presta og djákna 10. des.

Eftir Fréttir

Árlegur aðventufundur prófasts með prestum og djáknum verður haldinn 10. desember kl. 9:30 – 13 í Strandbergi í Hafnarfirði. Farið verður yfir prédikunartexta jólanna. Samveran endar með hádegisverði í boði prófastsdæmisins. Þessar samverur hafa verið góður undirbúningur fyrir jólavertíðina og til að styrkja samfélagið okkar. Því er mikilvægt að taka þennan tíma frá og vera með.

Sigurður Pálsson skáld

Eftir Fréttir

Á aðventufundi presta og djákna í Kjalarnessprófastsdæmi verður Sigurður Pálsson skáld gestur og ræðumaður. Hann mun lesa úr verkum sínum og spjalla um þá texta sem hann les, í framhaldi verða almennar umræður. Fundurinn verður í Strandbergi, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju fmmtudaginn 10. des. og hefst kl. 9,30. Fundurinn hefst með því að farið verður yfir prédikunartexta jólanna og rætt um prédikanir jólanna og undirbúning þeirra. Samverunni lýkurr með hádegisverði í boði prófastsdæmisins.

Sr. Kjartan Jónsson í Tjarnarprestakalli

Eftir Fréttir

Vegna vaxandi umsvifa í Tjarnarprestakalli og mikillar fjölgunar íbúa þar á undanförnum misserum hefur sr. Kjartan Jónsson héraðsprestur verið fenginn til að létta undir með sr. Báru Friðriksdóttur sóknarpresti og hefur hann þjónað í prestakallinu frá byrjun október í 60 – 70 % starfi. Íbúar í prestakallinu eru nú um 7.000. Tveir söfnuðir eru Tjarnarprestakalli, Ástjarnarsókn og Kálfatjarnarsókn. Nánar

Leiðarþing 2009, fundargerðin er komin

Eftir Fréttir

Leiðarþing Kjalarnessprófastsdæmis var haldið föstudaginn 8. október í Viðistaðakirkju í Hafnarfirði. Fulltrúar sóknanna áttu ánægulegan eftirmiðdag og kvöld saman þar sem starf prófastsdæmisins var rætt. Nokkur umræða varð um afleiðingar kreppunnar á afkomu safnaðanna og viðbrögð við mikilli fjölgun þjóðkirkjufólks í Tjarnarprestakalli og á Suðurnesjum. Nánar

Prédikunarseminar Kjalarnessprófastsdæmis 18-20. okt. 2009

Eftir Fréttir

Prédikunarseminarið er að þessu sinni haldið undir yfirskriftinni Ný trúarmenning í mótun. Dagskráin ber þess einnig merki: kallast er á við hefðbundin þemu í boðun og prédikun en jafnframt slegið á strengi framsækinnar guðfræði samtímans. Gestur seminarsins að þessu sinni er prófessor Wilhelm Gräb frá guðfræðideild Humboldtháskólans í Berlín.
Sjá: Trúarmenning í mótun. Nánar

Kirkjan á eins árs afmæli hrunsins

Eftir Fréttir

Þjóðkirkjan stendur fyrir söfnun í kirkjum landsins fyrir fjölskyldur og heimili sem orðið hafa illa úti í hruninu. Söfnunarfé rennur til innanlandsaðstoðar Hjálparstarfs kirkjunnar. Mælst er til þess að almenn samskot verði í guðsþjónustum. Einnig verður hægt að gefa beint til Hjálparstarfsins. Nánar