Skip to main content
Monthly Archives

nóvember 2010

Aðventufundur presta og djákna 3. desember

Eftir Fréttir

Árlegur aðventufundur prófasts með prestum og djáknum þar sem jólatextarnir verða krufnir, verður haldinn í Esjustofu á Kjalarnesi 3. desember kl. 9:30-13. Þetta er ómissandi undirbúningur við vinnslu jólaprédikananna. Gestur fundarins verður Pétur Gunnarsson rithöfundur. Nánar

Netsamskipti á bókakaffi

Eftir Fréttir

Á síðasta nóvember-bókakaffi Kjalarnessprófastsdæmis verður athyglinni beint að smásagnasafninu Geislaþráðum eftir Sigríði Pétursdóttur. Höfundurinn sem er þekkt útvarpskona kemur og ræðir um sögurnar á skrifstofu prófastsdæmisins fimmtudaginn 25. nóvember kl. 11. Nánar

Kirkjuþingi lokið

Eftir Fréttir

Kirkjuþingi lauk í Grensáskirkju í síðustu viku. Á þinginu voru lögð fram 38 mál, eitt var dregið til baka. Þingið afgreiddi þessi mál með 11 starfsreglum og 19 þingsályktunum. Hægt er að kynna sér ýmis atriði sem þingið afgreiddi á vef kirkjuþings: http://kirkjuthing.is Nánar

Menningarhátíð í Njarðvíkurkirkjum

Eftir Fréttir

Í kjölfar Menningardags í kirkjum í Kjalarnessprófastsdæmi hefur verið efnt til menningardagskrár í Njarðvíkurkirkjum í heilar tvær vikur.

Fjölbreytt dagskrá hefur verið á boðstólnum fyrir Njarðvíkinga á hverjum degi. Framundan lítur dagskráin svona út. Nánar