Prófastur kallaði til árlegs haustfundar með formönnum sóknarnefnda í Kjalarnessprófastsdæmi fimmtudaginn 19. september í safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ.
Í Vídalínskirkju í Garðabæ er fjölbreytt bænastarf með ólíkum hópum. Nú er að fara í gang, fjórða veturinn í röð, slökun og fyrirbæn fyrir konur, í umsjón Arnhildar Lilýjar Karlsdóttur jógakennara og Kristínar Þórunn Tómasdóttur prests. Slökunin fer fram samkvæmt Yoga Nidra aðferðinni og tekur um klukkutíma. Nánar
Prófastur Kjalarnessprófastsdæmis kallaði til haustfunda presta og djákna miðvikudaginn 18. september síðastliðinn í safnaðarheimili Vídalínskirkju.
Miðvikudaginn 25. september kl. 17.00-21.00 verður haldið námskeið fyrir leiðtoga og aðstoðarleiðtoga í æskulýðsstarfi kirkjunnar og KFUM og KFUK að Holtavegi 28 (húsi KFUM og KFUK). Boðið verður upp á létta hressingu í upphafi samverunar og kvöldmat. Nánar
Í ár er prédikunarseminar Kjalarnessprófastsdæmis helgað nýjustu rannsóknum á Marteini Lúther og siðbótarsögunni. Í því skyni kemur einn fremsti fræðimaður á því sviði í heiminum, Dr. Thomas Kaufmann, sem flytur fjögur erindi um efnið. Nánar
Vorfundur presta og djákna í ár helgaðist nýlokinni vísitasíu biskups Íslands, sem hefur staðið yfir í tæpan ársfjórðung. Hér má lesa fundargerð sem var tekin saman á samverunni sem var í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík. Nánar
Mánudaginn 10. júní verður vorfundur presta og djákna með prófasti haldinn í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík. Gestir fundarins eru biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir og vígslubiskupinn í Skálholti, sr. Kristján Valur Ingólfsson. Nánar
Nú styttist í annan endann á vísitasíu Agnesar biskups í Kjalarnessprófastsdæmi. Um næstu helgi heimsækir Agnes Grindvíkinga, og kynnir sér starf safnaðarins í Grindavík. Nánar
Við sem unnum og vinnum við æskulýðsstarf kirkjunnar í Kjalarnessprófastsdæmi ætlum að hittast og fagna sumarkomu og taka stöðuna á nokkrum málum á vor- og uppskeruhátíð æskulýðsstarfsins í næstu viku. Nánar
Málþingið Þjónandi kirkja – Félagsleg ábyrgð í samfélaginu verður haldið í Digraneskirkju fimmtudaginn 2. maí. Fjölmörg erindi verða flutt og kastljósinu m.a. beint að hlutverki kirkjunnar í velferðarsamfélaginu. Nánar
Nýlegar athugasemdir