Leiðarþing Kjalarnessprófastsdæmis verður haldið miðvikudaginn 3. október. Leiðarþing er auka-héraðsfundur þar sem lögbundin verkefni eru afgreidd og kirkjufólk hittist til að læra og uppörvast af hvert öðru. Nánar
Um helgina verður haldinn kyrrðardagur í Mosfellskirkju í Mosfellsdal, þar sem áhersla er lögð á kristna íhugun og útiveru. Nánar
Næstkomandi sunnudag, 23. september verður haldið upp á þrjátíu ára afmæli Grindavíkurkirkju með messu sem hefst kl. 11. Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar. Nánar
Sameiginlegur þingmálafundur fyrir Reykjavíkur- og Kjalarnessprófastsdæmi verður haldinn miðvikudaginn 26. september kl. 17.30 í Digraneskirkju í Kópavogi. Nánar
Væntanleg atkvæðagreiðsla þar sem meðal annars verður tekin afstaða til þess hvort í stjórnarskrá skuli vera ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi var meðal þess sem var rætt á haustfundi prófasts með prestum og djáknum í Vídalínskirkju í morgun. Fundurinn hófst með helgistund í umsjón sr. Jónu Hrannar Bolladóttur sóknarprests en hún leiddi hópinn í hugleiðslu og slökun með bæn. Nánar
Mikilvægt er í umræðunni að draga fram rök sem styðja hvora leiðina sem farin er. Trúfrelsi og jafnræði eru mikilvæg gildi í samtímanum og stjórnarskrá sem grunnsáttmáli þjóðar þarf að standa vörð um þau. Grunnsáttmáli þjóðar þarf líka að endurspegla sögu og menningu þjóðarinnar sem er mótuð af kristinni trú. Nánar
Með haustvindum og upphafi skólastarfs fylgja ýmis hefðbundin haustverk í kirkjunni. Eitt af þeim eru fundir prófasts með leiðtogum safnaðanna, leikum og lærðum. Nánar
Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, hóf formlega störf á Biskupsstofu þann 1. júlí síðastliðinn. Dagurinn hófst á helgistund með starfsfólki og morgunkaffi áður en gengið var til starfa. Nánar
Prófastsdæmin á Suðvesturhorni landsins hafa skipst á að bjóða félögum í Félagi fyrrverandi presta ásamt mökum og prestsekkjum til guðsþjónustu á kaffidrykkju á vorin undanfarin ár. Að þessu sinni bauð Kjalarnessprófastsdæmi til Hvítasunnuguðsþjónustu í Reynivallakirkju og kaffidrykkju og samverustundar í veiðifélagshúsinu við Laxá í Kjós á eftir. Nánar
Ég býð ykkur öll velkomin á þennan fund. Að þessu sinni varð það að ráði að sameina hefðbundna vorfundi presta og leikmanna, en fundurinn er opinn öllu sóknarnefndafólki, organistum og öðrum sem sýnt hafa áhuga á að koma, svo lengi sem húsrúm leyfir. Nánar
Nýlegar athugasemdir