Dr. Gunnar Kristjánsson prófastur heldur fyrirlestur í tengslum við útgáfu bókar hans:
Stóru þemu bænadaga og páska eru eftirfylgdin við Jesú og að fylgja dæmi hans. Nánar
Prófastur hefur boðað til héraðsfundar Kjalarnessprófastsdæmis sem haldinn verður í safnaðarheimili Hvalsnessóknar í Sandgerði miðvikudaginn 12. mars næstkomandi kl. 17:30. Nánar
Aðventufundur presta og djákna er fastur liður á jólaföstu Kjalarnessprófastsdæmis. Þá koma prestar og djáknar prófastsdæmisins saman og ræða prédikunarundirbúning jólanna. Venja er að fá góðan gest til fundarins og að þessu sinni er það rithöfundurinn Eiríkur Guðmundsson sem mun taka þátt í samtalinu. Nánar
Margrét Gunnarsdóttir hefur verið ráðin djákni við Bessastaðasókn. Þann 10.nóvember var hún sett inn í embætti í Bessastaðakirkju. Dr.Gunnar Kristjánsson prófastur setti hana inn í embætti og þjónaði við guðsþjónustuna ásamt prestum og sóknarnefndarfólki safnaðarins. Að messu lokinni héldu kirkjugestir yfir í safnaðarheimili sóknarinnar að Brekkuskógum 1 í kaffisölu safnaðarins. Allur ágóði af kaffisölunni rennur til tækjakaupa landspítalans en þetta ár hefur Þjóðkirkjan ásamt öðrum safnað fyrir kaupum á línuhraðli. Kjalarnessprófastsdæmi óskar Bessataðakirkju til hamingju með nýjan djákna og óskar Margréti Guðs blessunar í lífi og starfi.
Föstudaginn fimmtánda nóvember var haldið námskeið í hugvekjugerð í safnaðarheimili Háteigskirkju. Námskeiðið, sem haldið var af Biskupsstofu, ÆSKR ,ÆSKÞ, KFUM og Kjalarnesprófastsdæmi, tókst afar vel og voru rétt um fjörutíu þáttakendur mættu til leiks.
Fjölmennasta landsmót æskulýðsfélaga til þessa var haldið um síðustu helgi. Að þessu sinni var mótið haldið í Reykjanesbæ í Kjalarnessprófastsdæmi. Á sjöunda hundrað ungmenna og leiðtoga komu þar saman undir yfirskriftinni Energí og trú, sem er yfirskrift verkefnis sem Keflavíkurkirkja hefur staðið að frá árinu 2011 og miðar að því að efla og hvetja ungt fólk á Suðurnesjum til sjálfstæðis og athafna með fjölbreyttum námskeiðum og stuðningi.
Haustnámskeið í hugvekjugerð
Föstudaginn 15. nóvember næstkomandi verður haldið námskeið í hugvekjugerð fyrir æskulýðsfulltrúa, presta, djákna og nemendur í guðfræðideild HÍ. Námskeiðið verður haldið í safnaðarheimili Háteigskirkju – í Setrinu – og hefst það kl. 9.
Leiðarþing Kjalarnessprófastsdæmis var haldið í Hafnarfjarðarkirkju þann 16. október síðastliðinn. Til þess eru boðaðir prestar, djáknar, sóknarnefndarformenn og safnaðarfulltrúar prófastsdæmisins. Leiðarþing er framhald Héraðsfundar þar sem reikningar sókna og kirkjugarða eru lagðir fram sem og starfsáætlun og fjárhagsáætlun héraðsnefndar.
Farskóli leiðtogaefna hefur unnið sér fastan sess í leiðtoganámi kirkjunnar. Námskeiðið er miðað við áhugasama unglinga á aldrinum 15-17 ára sem aðstoða í starfi eða hafa hug á að starfa með börnum og/eða unglingum innan kirkjunnar. Nánar
Nýlegar athugasemdir