Fjölmennasta landsmót æskulýðsfélaga til þessa var haldið um síðustu helgi. Að þessu sinni var mótið haldið í Reykjanesbæ í Kjalarnessprófastsdæmi. Á sjöunda hundrað ungmenna og leiðtoga komu þar saman undir yfirskriftinni Energí og trú, sem er yfirskrift verkefnis sem Keflavíkurkirkja hefur staðið að frá árinu 2011 og miðar að því að efla og hvetja ungt fólk á Suðurnesjum til sjálfstæðis og athafna með fjölbreyttum námskeiðum og stuðningi.
Haustnámskeið í hugvekjugerð
Föstudaginn 15. nóvember næstkomandi verður haldið námskeið í hugvekjugerð fyrir æskulýðsfulltrúa, presta, djákna og nemendur í guðfræðideild HÍ. Námskeiðið verður haldið í safnaðarheimili Háteigskirkju – í Setrinu – og hefst það kl. 9.
Leiðarþing Kjalarnessprófastsdæmis var haldið í Hafnarfjarðarkirkju þann 16. október síðastliðinn. Til þess eru boðaðir prestar, djáknar, sóknarnefndarformenn og safnaðarfulltrúar prófastsdæmisins. Leiðarþing er framhald Héraðsfundar þar sem reikningar sókna og kirkjugarða eru lagðir fram sem og starfsáætlun og fjárhagsáætlun héraðsnefndar.
Farskóli leiðtogaefna hefur unnið sér fastan sess í leiðtoganámi kirkjunnar. Námskeiðið er miðað við áhugasama unglinga á aldrinum 15-17 ára sem aðstoða í starfi eða hafa hug á að starfa með börnum og/eða unglingum innan kirkjunnar. Nánar
Prófastur kallaði til árlegs haustfundar með formönnum sóknarnefnda í Kjalarnessprófastsdæmi fimmtudaginn 19. september í safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ.
Í Vídalínskirkju í Garðabæ er fjölbreytt bænastarf með ólíkum hópum. Nú er að fara í gang, fjórða veturinn í röð, slökun og fyrirbæn fyrir konur, í umsjón Arnhildar Lilýjar Karlsdóttur jógakennara og Kristínar Þórunn Tómasdóttur prests. Slökunin fer fram samkvæmt Yoga Nidra aðferðinni og tekur um klukkutíma. Nánar
Prófastur Kjalarnessprófastsdæmis kallaði til haustfunda presta og djákna miðvikudaginn 18. september síðastliðinn í safnaðarheimili Vídalínskirkju.
Í ár er prédikunarseminar Kjalarnessprófastsdæmis helgað nýjustu rannsóknum á Marteini Lúther og siðbótarsögunni. Í því skyni kemur einn fremsti fræðimaður á því sviði í heiminum, Dr. Thomas Kaufmann, sem flytur fjögur erindi um efnið. Nánar
Vorfundur presta og djákna í ár helgaðist nýlokinni vísitasíu biskups Íslands, sem hefur staðið yfir í tæpan ársfjórðung. Hér má lesa fundargerð sem var tekin saman á samverunni sem var í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík. Nánar
Mánudaginn 10. júní verður vorfundur presta og djákna með prófasti haldinn í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík. Gestir fundarins eru biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir og vígslubiskupinn í Skálholti, sr. Kristján Valur Ingólfsson. Nánar
Nýlegar athugasemdir