Héraðsfundur Kjalarnessprófastsdæmis verður haldinn miðvikudaginn 7. mars n.k. Fundurinn fer fram í Víðistaðakirkju og hefst með eftirmiðdagshressingu kl. 17.30 og helgistund í Víðistaðakirkju kl. 17.45. Nánar
Kjörstjórn við biskupskosningu hefur, í samræmi við starfsreglur um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa nr. 1108/2011, samið kjörskrá vegna kjörs biskups Íslands. Á kjörskrá eru 492. Nánar
Sr. Árni Svanur Daníelsson leysir sr. Kristínu Þórunni Tómasdóttur af í fæðingarorlofi hennar frá 7. janúar til 7. júlí á þessu ári. Sr. Árni Svanur starfar sem verkefnisstjóri og vefprestur á Biskupsstofu og verður í leyfi frá þeirri stöðu á meðan hann leysir af í prófastsdæminu. Hann er vel kunnugur í prófastsdæminu því hann leysti sr. Kristínu Þórunni af í 50% stöðu frá 1. október 2011.
Nýr biskup verður kjörinn á þessu ári. Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, hefur beðist lausnar frá 30. júní. Kirkjuráð fjallaði um kjörið á fundi sínum í gær og beindi þeim tilmælum til kjörstjórnar við biskupskjör að kjörskrá verði lögð fram 1. febrúar og að kynningarfundir verði haldnir í öllum landshlutum. Nánar
Prestarnir í Kjalarnessprófastsdæmi þjónuðu í rúmlega 60 messum, guðsþjónustum og helgistundum um jólin. Nokkrar af prédikununum þeirra hafa birst á vefnum Trú.is. Þar hrósa prestarnir og brýna, uppörva, hvetja til góðra verka og varpa ljósi á helgi jólanna, endurlit áramótanna og von nýja ársins. Nánar
Margir fara í kirkju um jól og áramót. Í kirkjum prófastsdæmisins eru í boði rúmlega 60 guðsþjónustur og messur um hátíðina svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánar
Aðventufundur með prestum og djáknum í Kjalarnessprófastsdæmi verður haldinn 9. desember n.k. í Hlégarði í Mosfellsbæ. Á fundinum fer prófastur, dr. Gunnar Kristjánsson, yfir prédikunartexta aðventu og jóla.
Prófastur vísiteraði í Garðaprestakalli fyrr í mánuðinum. Þessar myndir voru teknar í vísitasíu í Bessastaðasókn og Garðasókn. Nánar
Bókakaffið heldur áfram í Kjalarnessprófastsdæmi. Fimmtudaginn 1. desember kemur prófessor Pétur Pétursson á skrifstofu prófastsdæmisins með nýútkomna bók sína um Harald Níelsson, sem ber heitið Trúmaður á tímamótum. Nánar
Nóvember er bókamánuður í Kjalarnessprófastsdæmi! Fimmtudaginn 24. nóvember kemur sr. Jóna Hrönn Bolladóttir í heimsókn á skrifstofu prófastsdæmisins og ræðir um bók þeirra hjóna Af heilum hug, sem Björg Árnadóttir skrásetti. Nánar
Nýlegar athugasemdir