Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Haustfundir framundar

Eftir Fréttir

Kjalarnessprófastsdæmi minnir á að árlegir haustfundir presta, djákna, formanna sóknarnefnda og organista eru framundan.

Haustfundur formanna sóknarnefnda fer fram miðvikudaginn 16. september kl. 17.30 í Strandbergi

Haustfundur presta og djákna fer fram í Strandbergi fimmtudaginn 17. september kl. 09.30 í Strandbergi

Haustfundur organista fer fram föstudaginn 2. október kl. 09.30 í Strandbergi.

Vel heppnaðri ráðstefnu lokið

Eftir Fréttir

   Vel heppnaðri ráðstefnu með Nadiu Bolz-Weber of Jodi Houge er nú lokið. Prestar og djáknar Kjalarnessprófastsdæmis fengu, ásamt öðrum starfsfólki Þjóðkirkjunnar, að njóta fyrirlestra  og samfélags hvert frá öðru. Margt kom fram hjá fyrirlesurunum sem vakti til umhugsunar og verður vonandi að gagni þeim sem á hlýddu.  Það er Kjalarnessprófastsdæmi sönn ánægja að hafa verið samstarfsaðili þessarar ráðstefnu og hafa getað boðið prestum sínum og djáknum til hennar, þeim að kostnaðarlausu. Í lok ráðstefnunnar þjónuðu fyrirlesararnir, Nadia og Jodi, síðan fyrir altari á í kraftmikilli messu sem var öllum opin. Meðfylgjandi mynd var tekin við það tilefni. Myndasmiður er Árni Svanur Daníelsson

Styttist í predikunarráðstefnuna

Eftir Fréttir

Nú styttist í predikunarráðstefnuna með þeim Nadia Bolz-Weber og Jodi Houge sem fer fram í lok mánaðarins. Kjalarnessprófastsdæmi er samstarfsaðili ráðstefnunnar og hefur boðið prestum og djáknum prófastsdæmisins þátttöku, þeim að kostnaðarlausu. Allir sem sáu sér fært að koma hafa skráð sig og geta nú látið sér hlakka til að heyra fersk sjónarmið um predikun og skapandi safnaðarstarf. Ráðstefnan fer fram 27.-28. ágúst í Langholtskirkju.

Horft til haustsins

Eftir Fréttir

Þrátt fyrir að enn sé sumar þá eru margar sóknir í Kjalarnessprófastsdæmi teknar að horfa til haustsins. Byrjað er að skipuleggja starfið á mörgum stöðum og verður það spennandi að sjá þegar kirkjurnar fyllast lífinu sem einkennir oft hauststarfið.

Örnámskeið fyrir presta og djákna

Eftir Fréttir

Í kvöld fer fram námskeið fyrir alla presta og djákna í Kjalarnessprófastsdæmi. Námskeiðið kennir aðferðir og nálganir sem hjálpa til aukinnar lífsfyllingar í starfi. Kennari námskeiðsins er sálfræðingurinn Anna Jóna Guðmundsdóttir og fer námskeiðið fram í Strandbergi, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju. Með þessu vill Kjalarnessprófastsdæmi veita þessu lykilstarfsfólki kirkna sinna leiðbeiningu sem styrkir það, eykur vellíðan þess og hjálpar því að veita góða þjónustu. Björt nóta inn í vorið.

Jodi og Nadia: Spennandi predikunarráðstefna

Eftir Fréttir

Það hefur myndast glæsileg hefð fyrir því að Kjalarnessprófastsdæmi bjóði prestum sínum og djáknum upp á predikunarráðstefnur þeim til uppbyggingar og innblásturs.

Nýr prófastur, sr. Þórhildur Ólafs, ásamt nýrri héraðsnefnd hefur ákveðið að halda áfram þessari flottu hefð. Kjalarnessprófastsdæmi er komið í samstarf við Áhugahóp um guðfræðiráðstefnur á Íslandi og mun þannig taka þátt í því að haldin verður merkileg ráðstefna í Langholtskirkju dagana 27.-28. ágúst á þessu ári. Fyrirlesararnir eru tvær bandarískar konur sem eru með ferska sýn á predikun og skapandi safnaðarstarf. Þetta eru þær Nadia Bolz-Weber og Jodi Houge .  Nánari upplýsingar um ráðstefnuna og fyrirlesara hennar er að finna á vefsíðunni: http://www.pastrix.is/

Prestum og djáknum Kjalarnessprófastsdæmis er boðið á ráðstefnuna, þeim að kostnaðarlausu. En skráning verður að fara fram með því að senda tölvupóst á gretar.gunnarsson(hjá)kirkjan.is þar sem fram kemur: Nafn, tölvupóstfang og símanúmer.

Styttist í prestastefnu

Eftir Fréttir

Þann 14. apríl næstkomandi hefst prestastefna sem verður að þessu sinni í Grafarvogskirkju. Ýmislegt verður á dagskrá prestastefnunnar en ljóst er að stóra þemað verður kirkjan í samspili við samfélagið sem hún þjónar. Kjalarnessprófastsdæmi hvetur alla presta prófastsdæmisins til að skrá sig á prestastefnu fyrir lokadag skráningar, þann 9. apríl.

Vaktu með Kristi

Eftir Fréttir

Æskulýðsnefnd Kjalarnessprófastsdæmis (ÆNK) og ÆSKR standa fyrir Vaktu með Kristi samkomunni nú sem áður. ÆSKR ber veg að vanda að skiplagningu viðburðarins þetta árið og fer hann fram í Víðistaðakirkju aðfaranótt föstudagsins langa.

 

 

 

 

 

 

Ár hinna mörgu afmæla

Eftir Fréttir

Þessi misserin er mikil afmælatíð í Kjalarnessprófastsdæmi. Hafnarfjarðarkirkja hefur nýverið fagnað 100 ára afmæli sínu og sömuleiðis Keflavíkurkirkja sem einnig er orðin aldargömul. Á þessu ári eru ennfremur tvö önnur afmæli. Mosfellskirkja verður 50 ára í apríl og Vídalínskirkja 25 ára síðar á árinu.