Skip to main content

Nýtt tímabil í kirkjunni – ávarp á vorfundi

Eftir Fréttir

Ég býð ykkur öll velkomin á þennan fund. Að þessu sinni varð það að ráði að sameina hefðbundna vorfundi presta og leikmanna, en fundurinn er opinn öllu sóknarnefndafólki, organistum og öðrum sem sýnt hafa áhuga á að koma, svo lengi sem húsrúm leyfir. Nánar

Æskulýðsnefnd þjóðkirkjunnar skipuð

Eftir Fréttir

Kirkjuráð hefur nú skipað nýja æskulýðsnefnd þjóðkirkjunnar. Er það gert samkvæmt ályktun Kirkjuþings 2011. Í nefndinni eiga sæti fulltrúar úr öllum prófastsdæmum auk fulltrúa frá Æskulýðssambandi þjóðkirkjunnar og frá Biskupsstofu. Fulltrúi Kjalarnessprófastsdæmis eru sr. Sigurður Grétar Sigurðsson, sóknarprestur á Útskálum, og Torfey Rós Jónsdóttir. Nánar

Beðið fyrir kirkju og þjóð á krossgötum

Eftir Fréttir

Hinn almenni bænadagur er að venju haldinn 5. sunnudag eftir páska, sem nú er hinn 13. maí. Á hinum almenna bænadegi er löng hefð fyrir því að söfnuðir landsins sameinist um eitt fyrirbænarefni. Að þessu sinni er yfirskrift bænadagsins: „Biðjum fyrir kirkju og þjóð á krossgötum.“ Nánar

Vorfundur með nýkjörnum biskupi

Eftir Fréttir

Sr. Agnes M. Sigurðardóttir sem var kjörin biskup Íslands, verður gestur á vorfundi Kjalarnessprófastsdæmisins, miðvikudaginn 9. maí næstkomandi. Á fundinum verður rætt um starfið í prófastsdæminu, stöðu mála og  það sem er framundan, sýnina á erindi þjóðkirkjunnar og brýnustu verkefni hennar. Nánar

Á tímamótum

Eftir Fréttir

Leikmannastefna var haldin í Keflavíkurkirkju um helgina. Við upphaf stefnunnar flutti dr. Gunnar Kristjánsson, prófastur í Kjalarnessprófastsdæmi, ávarpið Á tímamótum sem hefur nú verið birt á Trú.is. Þar ræðir hann um stöðu kirkju og þjóðfélags og fjallar um eðli íslenskrar trúarmenningar og rætur hennar í siðbótarhreyfingu Marteins Lúthers. Nánar

Unglingar vaka með Kristi

Eftir Fréttir

Vaktu með Kristi er næturlöng dagskrá fyrir ungt fólk í æskulýðsstarfi kirkjunnar sem er haldin aðfararnótt föstudagsins langa. Að þessu sinni er næturvakan haldin í Neskirkju. Unglingarnir og leiðtogar þeirra leiða hugann að atburðum næturinnar þegar Jesús var svikinn og samfélaginu sem hann átti með lærisveinum sínum. Nánar

Tónleikar til styrktar söfnunar Hjálparstarfs Kirkjunnar innanlands

Eftir Fréttir

Laugardaginn 7. apríl kl. 16.00 verða haldnir tónleikar í kirkjunni  á Reynivöllum í Kjós, til styrktar bágstöddum hér innanlands.

Flytjendur á þessum tónleikum eru Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari, Gunnar Kvaran sellóleikari og Haukur Guðlaugsson organleikari.
Flutt verða verk eftir J.S.Bach, Charles Gounod, Camille Saint-Saëns og Felix Mendelssohn. Nánar