Vaktu með Kristi er næturlöng dagskrá fyrir ungt fólk í æskulýðsstarfi kirkjunnar sem er haldin aðfararnótt föstudagsins langa. Að þessu sinni er næturvakan haldin í Neskirkju. Unglingarnir og leiðtogar þeirra leiða hugann að atburðum næturinnar þegar Jesús var svikinn og samfélaginu sem hann átti með lærisveinum sínum. Nánar
Laugardaginn 7. apríl kl. 16.00 verða haldnir tónleikar í kirkjunni á Reynivöllum í Kjós, til styrktar bágstöddum hér innanlands.
Flytjendur á þessum tónleikum eru Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari, Gunnar Kvaran sellóleikari og Haukur Guðlaugsson organleikari.
Flutt verða verk eftir J.S.Bach, Charles Gounod, Camille Saint-Saëns og Felix Mendelssohn. Nánar
Úr er komin bókin Á mælikvarða mannsins. Leiðir til samtímalegrar prédikunar eftir Wilfried Engemann, prófessor í praktískri guðfræði við Vínarháskóla. Bókin geymir þrettán fyrirlestra sem Engemann hefur flutt á prédikunarseminörum Kjalarnessprófastsdæmis í Skálholti. Gunnar Kristjánsson, prófastur í Kjalarnessprófastsdæmi, hefur þýtt fyrirlestrana á íslensku og ritar ítarlegan eftirmála um prédikunarfræði í íslensku samhengi. Nánar
Kynningarfundur vegna biskupskjörs verður haldinn föstudaginn 2. mars næstkomandi kl. 16-19. Prófastsdæmin þrjú á suðvesturhorninu standa saman að fundinum sem verður haldinn í Háteigskirkju. Þar munu frambjóðendur í biskupskjöri svara spurningum. Nánar
Kærleikshópur Ástjarnarkirkju, sem er vísir að kvenfélagi, stóð fyrir stórkostlegum minningartónleikum í Víðistaðakirkju fimmtudaginn 2. febrúar um félaga úr kór Ástjarnarkirkju, Arndísi Þórðardóttur, sem lést langt um aldur fram úr krabbameikni síðast liðið haust. Um fjögur hundruð manns voru í kirkjunni þetta kvöld og allur ágóði af miðasölu rann til Krabbameinsfélags Íslands. Nánar
Héraðsfundur Kjalarnessprófastsdæmis verður haldinn miðvikudaginn 7. mars n.k. Fundurinn fer fram í Víðistaðakirkju og hefst með eftirmiðdagshressingu kl. 17.30 og helgistund í Víðistaðakirkju kl. 17.45. Nánar
Kjörstjórn við biskupskosningu hefur, í samræmi við starfsreglur um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa nr. 1108/2011, samið kjörskrá vegna kjörs biskups Íslands. Á kjörskrá eru 492. Nánar
Sr. Árni Svanur Daníelsson leysir sr. Kristínu Þórunni Tómasdóttur af í fæðingarorlofi hennar frá 7. janúar til 7. júlí á þessu ári. Sr. Árni Svanur starfar sem verkefnisstjóri og vefprestur á Biskupsstofu og verður í leyfi frá þeirri stöðu á meðan hann leysir af í prófastsdæminu. Hann er vel kunnugur í prófastsdæminu því hann leysti sr. Kristínu Þórunni af í 50% stöðu frá 1. október 2011.
Nýr biskup verður kjörinn á þessu ári. Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, hefur beðist lausnar frá 30. júní. Kirkjuráð fjallaði um kjörið á fundi sínum í gær og beindi þeim tilmælum til kjörstjórnar við biskupskjör að kjörskrá verði lögð fram 1. febrúar og að kynningarfundir verði haldnir í öllum landshlutum. Nánar
Prestarnir í Kjalarnessprófastsdæmi þjónuðu í rúmlega 60 messum, guðsþjónustum og helgistundum um jólin. Nokkrar af prédikununum þeirra hafa birst á vefnum Trú.is. Þar hrósa prestarnir og brýna, uppörva, hvetja til góðra verka og varpa ljósi á helgi jólanna, endurlit áramótanna og von nýja ársins. Nánar
Nýlegar athugasemdir