Haustfundir Kjalarnessprófastsdæmis fóru fram 21. og 22. september. Þar funduðu fyrst prestar og djáknar um sín mál og síðan formenn sóknarnefnda sem ræddu málefni sóknanna. Að lokum hefðbundnum fundi fengu allir að njóta áhugaverðs námskeiðs frá Thomasi Möller um tímastjórnun og skipulag. Það sem lærðist þar mun vonandi koma að gagni í störfum fyrir sóknirnar.
Kjalarnessprófastsdæmi er samstarfsaðili að flottri ráðstefnu sem fara mun fram í Langholtskirkju 1. -2. september næstkomandi.
Rob Bell er bandarískur metsöluhöfundur, þáttastjórnandi og prestur. Skrif hans um trúmál hafa haft slík áhrif að Time Magazine hefur útnefnt Bell sem einn af 100 áhrifamestu mönnum heims. Rob Bell þykir einkar laginn við að ná sambandi við það fólk sem á erfitt með að tengja við boðskap trúarinnar og gæti því verið vegvísir fyrir okkur á Íslandi um hvernig beri að eiga samtal um trúna. Meðfram komu Rob Bell til landsins kemur út í íslenskri þýðingu bók hans : „Það sem við tölum um þegar við tölum um Guð“
Kjalarnessprófastsdæmi er samstarfsaðili að þessum flotta viðburði og því stendur prestum, djáknum, sóknarnefndarformönnum og æskulýðsfulltrúum í Kjalarnessprófastsdæmi til boða að mæta þeim að kostnaðarlausu. En það verður að skrá sig með því að senda tölvupóst á gretar.gunnarsson (hja) kirkjan.is. Hádegisverður og kaffi er innifalið.
Frekari upplýsingar um dagskrá viðburðarins er að finna á www.gudspjall.is
Héraðsfundur Kjalarnessprófastsdæmis verður haldinn miðvikudaginn 20. apríl í Strandbergi, Hafnarfirði.
Öllum þjónandi prestum, djáknum, formönnum sóknarnefnda og safnaðarfulltrúum ber að sækja héraðsfund. Þeir sem ekki eiga heimangengt eru vinsamlega beðnir að sjá til þess að varamenn mæti í staðinn
Nú er merkilegur tími í kirkjum Kjalarnessprófastsdæmis og á öllu landinu. Dymbilvikan og fermingar er sérstakur tími sem krefjast mikils af prestum og öðru starfsfólki safnaðanna. Það er vonandi að prestarnir séu betur settir fyrir þau verkefni eftir námskeið vetrarins í raddþjálfun, streitustjórnun, kirkjutónlist og fleiru.
Hópur presta hefur undanfarnar tvær vikur fengið sérstaka þjálfun í raddbeitingu bæði við söng og tal. Um er að ræða námskeiðið byggir á aðferðarfræðinni Complete Vocal Technique og er í umsjón Örnu Rúnar Ómarsdóttur og Þórunnar Ernu Clausen. Það er ekki vanþörf á enda nota prestar rödd sína mikið bæði til tals og söngs frammi fyrir mörgum. Námskeiðið er hálfnað.
Fimmtudaginn 14. janúar verður settur upp umræðuvettvangur um stöðu tónlistarinnar í kirkjunni á vegum Kjalarnessprófastsdæmis. Munu Prestar, organistar og djáknar prófastsdæmisins mæta og taka þátt. Umræðuna mun leiða Margrét Bóasdóttir, verkefnisstjóri kirkjutónlistar. Það verður spennandi að heyra hvað fólk hefur að segja og hvaða stefnu samtalið tekur.
Nýlegar athugasemdir