Skip to main content

Erindi á leiðarþingi Kjalarnessprófastsdæmis

Eftir Fréttir

Á leiðarþingi Kjalarnessprófastsdæmis flutti Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, erindið „Að skynja og skilja“, en þar segir hann m.a.: „Kristnin ætlar kirkju sinni ekki auðvelt hlutverk… Það er hennar að taka á vandmeðförnum félagslegum úrlausnarefnum, ekki til að hafa lausnirnar á reiðum höndum, heldur gildin, hina siðferðilegu vegvísa. Og óttalaus á hún að draga fram í dagsljósið orsakir og afleiðingar.“

Erindið í heild sinni er að finna heimasíðu hans: ogmundur.is,

Leiðarþing og siðbótin í samtímanum

Eftir Fréttir

Leiðarþing Kjalarnessprófastsdæmis verður haldið fimmtudaginn 23. nóvember, kl. 17.30  í Strandbergi, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju.Öllum þjónandi prestum, djáknum, formönnum sóknarnefnda og safnaðarfulltrúum ber að sækja leiðarþing. Organistar og annað starfsfólk safnaðanna á rétt til fundarsetu.

Nánar

Lútherslestrar – fyrir hvern dag ársins

Eftir Fréttir

Í tilefni þess að árið 2017 eru liðin 500 ár frá trúasiðbót Marteins Lúthers gefur Kjalarnessprófastsdæmi út bókina „Lútherslestrar – fyrir hvern dag ársins.“ Í bókinni eru lestrar fyrir hvern dag ársins með ritningargreinum ásamt íhugunartextum úr ritsafni Lúthers í þýðingu dr. Gunnars Kristjánssonar.

Nánar

Hátíðartónleikar og Lútherskantata

Eftir Fréttir

Um 200 manns munu koma að hátíðartónleikum sem Kjalarnessprófastsdæmis stendur fyrir í tilefni 500 ára siðbótarafmælisins og verða í Víðistaðakirkju laugardaginn 28. október og í Hljómahöllinni 29. október og hefjast kl. 16:00. Fjölbreytt efnisskrá og frumflutningur Lútherskantötu eftir tónskáldið Eirík Árna Sigtryggsson. Verum öll hjartanlega velkomin. Nánar

Heimsókn og fundur með góðum gestum frá Reading

Eftir Fréttir

Mánudaginn 2. okt. kl. 18:00 stendur Kjalarnessprófastsdæmi fyrir fundi með þeim Revd. Stephen Pullin, sóknarpresti í St. Mary the Virgin og aðstoðarmanni biskupsins í Berkshire, og Chris West, stjórnandaæskulýðssambands kirkjunnar í St. Lawrence,, Reading. Þeir munu fjalla um: „Tradtional church, unconventional ministry.“

Nánar

Kynningarfundur vegna kjörs vígslubiskups í Skálholti

Eftir Fréttir

Þann 21. september, kl. 17:30 Í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju stendur Kjalarnessprófastsdæmi fyrir kynningarfundi á þeim sem hafa hlotið tilnefningu til að vera í kjöri til vígslubiskups í Skálholti. Það eru: Axel Árnason Njarðvík, Eiríkur Jóhannsson og Kristján Björnsson. Á fundinum verða þeir með framsögur og boðið upp á fyrirspurnir. Fundurinn er öllum opin. Nánar

Héraðsfundur

Eftir Fréttir

Héraðsfundur Kjalarnessprófastsdæmis verður fimmtudaginn 27. apríl í Strandbergi, Hafnarfjarðarkirkju og hefst með helgistund kl. 17:30. Öllum þjónandi prestum, djáknum, formönnum sóknarnefnda og safnaðarfulltrúum ber að sækja héraðsfund. Organistum er boðið sérstaklega og annað starfsfólk safnaðanna á rétt til fundarsetu.

Nánar

Hátíðartónleikar og Lútherskantata

Eftir Fréttir

Í tilefni 500 ára siðbótarafmælinu árið 2017 stendur Kjalarnessprófastsdæmi fyrir tveimur tónleikum með fjölbreyttri efniskrá og frumflutningi á Lútherskantötu í samstarfi við kirkjukóra og organista prófastsdæmisins og Sinfóníuhljómsveit áhugamanna. Tónleikarnir verða laugardaginn 28. október, kl. 16:00 í Víðistaðakirkju og sunnudaginn 29. október kl. 16:00 í Hljómahöllinni, Reykjanesbæ. Nánar

Safnað fyrir tveimur steinhúsum

Eftir Fréttir

Á æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar 5. mars síðastliðinn tóku börn og unglingar á Suðurnesjum, Kjalarnesi, Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi höndum saman og söfnuðu fyrir steinhúsum fyrir munaðarlaus börn í Úganda. Þau stóðu m.a. fyrir kaffisölu, kaffihúsi, fjáröflunarbingó og einnig var safnað framlögum með samskotum við guðsþjónustur. Nokkrar kirkjur munu halda söfnuninni áfram út vorið, en nú hafa safnast 287.227.- kr. og fyrir þá upphæð er hægt að byggja tvö steinhús fyrir munaðarlaus börn.

Nánar