Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar er næsta sunnudag, 1. mars, en hann hefur verið haldinn fyrsta sunnudag marsmánaðar í meira en 60 ár. Á þeim degi er athyglinni einkum beint að börnum og unglingum og þau taka virkan þátt í helgihaldi kirkjunnar. Nú eins og undanfarin ár stendur Æskulýðssamband kirkjunnar í Kjalarnessprófastsdæmi fyrir söfnun til styrktar byggingu steinhúsa fyrir munaðarlaus börn í Úganda í samstarfi við Hjálparstarf kirkjunnar. Nánar
Síðastliðið vor var gerð könnun meðal foreldra fermingarbarna í söfnuðum Kjalarnessprófastsdæmis og þau spurð um ýmsa þætti er lúta að fermingarfræðslunni, helgihaldi, þátttöku í æskulýðsstarfi og trúarlegu uppeldi. Markmiðið var að leggja mat á árangurinn og hvað er vel gert eða má betur fara.
Héraðsfundur Kjalarnessprófastsdæmis verður fimmtudaginn 26. apríl í Vídalínskirkju, Garðabæ og hefst með helgistund kl. 17:30. Öllum þjónandi prestum, djáknum, formönnum sóknarnefnda og safnaðarfulltrúum, einnig kirkjuþingsmenn prófastsdæmisins og fulltrúar prófastsdæmisins á leikmannastefnu ber að sækja héraðsfund. Organistum er boðið sérstaklega og annað starfsfólk safnaðanna á rétt til fundarsetu með málfrelsi og tillögurétt.
Fermingin er hátíðisdagur sem er umvafinn gleði og hamingju. Stóri dagurinn sem fermingarbörnin hafa verið að bíða lengi eftir. Fermingarundirbúningi í kirkjunum sem hófst síðasta haust, er að ljúka með æfingum fyrir fermingarmessurnar. Í ár hefur fermingarbörnum í söfnuðum Kjalarnessprófastsdæmis fjölgað umtalsvert. Nánar
Í tilefni af æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar stóð Æskulýðssamband Kjalarnessprófastsdæmis að söfnun til að byggja steinhús fyrir munaðarlaus börn í Úganda. Þetta var í annað skiptið sem söfnunin fór fram og safnaðist nú um 500.000.- kr., en fyrir þá upphæð má byggja fjögur steinhús fyrir börn sem búa við sára fátækt og eiga ekkert húsaskjól. Nánar
Mánudaginn 12. mars fór fram kynningarfundur með þeim sem hlotið hafa tilnefningu til að vera í kjöri til vígslubiskups í Skálholti. Fundurinn var sendur út beint og hér má horfa á upptöku frá fundinum. Nánar
Kjalarnessprófastsdæmi stendur fyrir kynningarfundi með þeim sem hafa hlotið tilnefningu til að vera í kjöri til vígslubiskups í Skálholti verður mánudaginn 12. mars, kl. 17:30-19:00 í Hásölum, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju. Þeir sem hlutu tilnefningu eru: sr. Axel Árnason Njarðvík, sr. Eiríkur Jóhannsson og sr. Kristján Björnsson.
Nýlegar athugasemdir