Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Lútherslestrar – fyrir hvern dag ársins

Eftir Fréttir

Í tilefni þess að árið 2017 eru liðin 500 ár frá trúasiðbót Marteins Lúthers gefur Kjalarnessprófastsdæmi út bókina „Lútherslestrar – fyrir hvern dag ársins.“ Í bókinni eru lestrar fyrir hvern dag ársins með ritningargreinum ásamt íhugunartextum úr ritsafni Lúthers í þýðingu dr. Gunnars Kristjánssonar.

Nánar

Hátíðartónleikar og Lútherskantata

Eftir Fréttir

Um 200 manns munu koma að hátíðartónleikum sem Kjalarnessprófastsdæmis stendur fyrir í tilefni 500 ára siðbótarafmælisins og verða í Víðistaðakirkju laugardaginn 28. október og í Hljómahöllinni 29. október og hefjast kl. 16:00. Fjölbreytt efnisskrá og frumflutningur Lútherskantötu eftir tónskáldið Eirík Árna Sigtryggsson. Verum öll hjartanlega velkomin. Nánar

Heimsókn og fundur með góðum gestum frá Reading

Eftir Fréttir

Mánudaginn 2. okt. kl. 18:00 stendur Kjalarnessprófastsdæmi fyrir fundi með þeim Revd. Stephen Pullin, sóknarpresti í St. Mary the Virgin og aðstoðarmanni biskupsins í Berkshire, og Chris West, stjórnandaæskulýðssambands kirkjunnar í St. Lawrence,, Reading. Þeir munu fjalla um: „Tradtional church, unconventional ministry.“

Nánar

Kynningarfundur vegna kjörs vígslubiskups í Skálholti

Eftir Fréttir

Þann 21. september, kl. 17:30 Í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju stendur Kjalarnessprófastsdæmi fyrir kynningarfundi á þeim sem hafa hlotið tilnefningu til að vera í kjöri til vígslubiskups í Skálholti. Það eru: Axel Árnason Njarðvík, Eiríkur Jóhannsson og Kristján Björnsson. Á fundinum verða þeir með framsögur og boðið upp á fyrirspurnir. Fundurinn er öllum opin. Nánar

Héraðsfundur

Eftir Fréttir

Héraðsfundur Kjalarnessprófastsdæmis verður fimmtudaginn 27. apríl í Strandbergi, Hafnarfjarðarkirkju og hefst með helgistund kl. 17:30. Öllum þjónandi prestum, djáknum, formönnum sóknarnefnda og safnaðarfulltrúum ber að sækja héraðsfund. Organistum er boðið sérstaklega og annað starfsfólk safnaðanna á rétt til fundarsetu.

Nánar

Hátíðartónleikar og Lútherskantata

Eftir Fréttir

Í tilefni 500 ára siðbótarafmælinu árið 2017 stendur Kjalarnessprófastsdæmi fyrir tveimur tónleikum með fjölbreyttri efniskrá og frumflutningi á Lútherskantötu í samstarfi við kirkjukóra og organista prófastsdæmisins og Sinfóníuhljómsveit áhugamanna. Tónleikarnir verða laugardaginn 28. október, kl. 16:00 í Víðistaðakirkju og sunnudaginn 29. október kl. 16:00 í Hljómahöllinni, Reykjanesbæ. Nánar

Safnað fyrir tveimur steinhúsum

Eftir Fréttir

Á æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar 5. mars síðastliðinn tóku börn og unglingar á Suðurnesjum, Kjalarnesi, Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi höndum saman og söfnuðu fyrir steinhúsum fyrir munaðarlaus börn í Úganda. Þau stóðu m.a. fyrir kaffisölu, kaffihúsi, fjáröflunarbingó og einnig var safnað framlögum með samskotum við guðsþjónustur. Nokkrar kirkjur munu halda söfnuninni áfram út vorið, en nú hafa safnast 287.227.- kr. og fyrir þá upphæð er hægt að byggja tvö steinhús fyrir munaðarlaus börn.

Nánar

Fermingin er hátíð

Eftir Fréttir

Á næstu vikum munu 717 börn í söfnuðum Kjalarnessprófastsdæmis stíga fram, krjúpa við altarið og staðfesta að þau vilji leitast við að hafa Jesú Krist að leiðtoga lífsins. Börnin munu fermast í 52 messum í kirkjum í Hafnarfirði, Garðabæ, Mosfellsbæ, Kjós, á Kjalarnesi og Suðurnesjum. Yfir 3000 börn fermast árlega í söfnuðum Þjóðkirkjunnar. Nánar

Börn og unglingar safna fyrir húsum fyrir munaðarlaus börn

Eftir Fréttir

Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar er næstkomandi sunnudag 5. mars. Þá taka börn og unglingar virkan þátt í helgihaldi kirkjunnar og leggja gott að mörkum og láta til sín taka. Unga fólkið í Kjalarnessprófastsdæmi mun sameinast um að hjálpa munaðarlausum börnum í Úganda að eignast heimili í steinhúsi. Það veitir skjól fyrir vindi, rigningu og nætursvalanum og er einnig vörn gegn smiti og veikindum. Af bárujárnsþakinu er hægt að safna vatni og munaðarlausir unglingar læra handverk með því að taka þátt í að byggja húsin. Nýtt hús gefur bjartsýni og von og er margföld blessun. Að verkefninu kemur Hjálparstarf kirkjunnar og fer söfnunin fram með fjölbreyttum hætti. Nánar