Skip to main content

Stefnumótun og kærleiksþjónusta á erfiðum tímum

Eftir Fréttir

Leiðarþing Kjalarnessprófastsdæmi var haldið miðvikudaginn 3. október, í Lágafellssókn. Leiðarþingið er auka héraðsfundur prófastsdæmisins, þar sem lögbundin verkefni sem ekki klárast á héraðsfundi, eru til lykta leidd. Þar að auki eru á dagskrá kynning á ýmsum verkefnum í söfnuðum prófastsdæmisins. Nánar

Frelsið – prédikunarseminar 2012

Eftir Fréttir

Í tíunda sinn býður Kjalarnessprófastsdæmi til seminars um prédikunina í Skálholti. Í þetta sinn verður kastljósinu beint að frelsinu í lífi manneskjunnar og í trúnni og skoðað verður hvernig því er miðlað í prédikun. Nánar

„Já“ við þjóðkirkjuákvæði í stjórnarskrá?

Eftir Fréttir

Opið málþing á vegum Framtíðarhóps kirkjuþings og Kjalarnessprófastsdæmis verður haldið í Vídalínskirkju í Garðabæ, mánudaginn 1. október. Á málþinginu verður glímt við spurningar á borð við:

  • Á að vera ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskrá?
  • Hvað merkir Já og hvað merkir Nei í komandi þjóðartkvæðagreiðslu?
  • Samræmist þjóðkirkjuákvæði í stjórnarskrá grunngildum samfélagsins á borð trúfrelsi, jöfnuð og sanngirni?

Til að auðvelda sem flestum þátttöku er málþingið haldið tvisvar sama daginn, kl. 13-15 og 20-22. Nánar

Leiðarþing 3. október

Eftir Fréttir

Leiðarþing Kjalarnessprófastsdæmis verður haldið miðvikudaginn 3. október. Leiðarþing er auka-héraðsfundur þar sem lögbundin verkefni eru afgreidd og kirkjufólk hittist til að læra og uppörvast af hvert öðru. Nánar

Nei eða já?

Eftir Fréttir

Væntanleg atkvæðagreiðsla þar sem meðal annars verður tekin afstaða til þess hvort í stjórnarskrá skuli vera ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi var meðal þess sem var rætt á haustfundi prófasts með prestum og djáknum í Vídalínskirkju í morgun. Fundurinn hófst með helgistund í umsjón sr. Jónu Hrannar Bolladóttur sóknarprests en hún leiddi hópinn í hugleiðslu og slökun með bæn. Nánar

Margt rætt á fundi formanna sóknarnefnda

Eftir Fréttir

Mikilvægt er í umræðunni að draga fram rök sem styðja hvora leiðina sem farin er. Trúfrelsi og jafnræði eru mikilvæg gildi í samtímanum og stjórnarskrá sem grunnsáttmáli þjóðar þarf að standa vörð um þau. Grunnsáttmáli þjóðar þarf líka að endurspegla sögu og menningu þjóðarinnar sem er mótuð af kristinni trú. Nánar