Skip to main content

Héraðsfundur

Eftir Fréttir

Héraðsfundur Kjalarnessprófastsdæmis verður haldinn miðvikudaginn 20. apríl í Strandbergi, Hafnarfirði.

Öllum þjónandi prestum, djáknum, formönnum sóknarnefnda og safnaðarfulltrúum ber að sækja héraðsfund. Þeir sem ekki eiga heimangengt eru vinsamlega beðnir að sjá til þess að varamenn mæti í staðinn

Dymbilvika

Eftir Fréttir

Nú er merkilegur tími í kirkjum Kjalarnessprófastsdæmis og á öllu landinu. Dymbilvikan og fermingar er sérstakur tími sem krefjast mikils af prestum og öðru starfsfólki safnaðanna. Það er vonandi að prestarnir séu betur settir fyrir þau verkefni eftir námskeið vetrarins í raddþjálfun, streitustjórnun, kirkjutónlist og fleiru.

Streita og streitustjórnun

Eftir Fréttir

Nýverið fengu prestar og djáknar skemmtilega fræðsluheimsókn frá Jakobi Gunnlaugsson sálfræðingi. Jakob starfar hjá vinnvernd og fræddi presta og djákna um streitu og streitustjórnun í starfi.

Námskeið í raddbeitingu

Eftir Fréttir

Hópur presta hefur undanfarnar tvær vikur fengið sérstaka þjálfun í raddbeitingu bæði við söng og tal. Um er að ræða námskeiðið byggir á aðferðarfræðinni Complete Vocal Technique og er í umsjón Örnu Rúnar Ómarsdóttur og Þórunnar Ernu Clausen. Það er ekki vanþörf á enda nota prestar rödd sína mikið bæði til tals og söngs frammi fyrir mörgum. Námskeiðið er hálfnað.

Umræðuvettvangur um kirkjutónlist

Eftir Fréttir

Fimmtudaginn 14. janúar verður settur upp umræðuvettvangur um stöðu tónlistarinnar í kirkjunni á vegum Kjalarnessprófastsdæmis. Munu Prestar, organistar og djáknar prófastsdæmisins mæta og taka þátt. Umræðuna mun leiða Margrét Bóasdóttir, verkefnisstjóri kirkjutónlistar. Það verður spennandi að heyra hvað fólk hefur að segja og hvaða stefnu samtalið tekur.

Nýtt ár, ný dagskrá

Eftir Fréttir

Nú þegar nýtt ár er lagt af stað þá hefur skrifstofa Kjalarnessprófastsdæmis útbúið nýja dagskrá. Dagskráin tekur til helstu viðburða ársins 2016 eins og þeir snúa að sóknarnefndarformönnum, prestum, djáknum og organistum prófastsdæmisins. Dagskrána má finna hér til hliðar undir flipanum „dagatal.“ Sjáumst sátt á nýju starfsári.

Aðventufundur Kjalarnessprófastsdæmis

Eftir Fréttir

Prestum, djáknum og organistum var boðið í gær til árlegrar aðventusamveru prófastsdæmisins. Þessir fundir eru notaðir til að ræða málefni sem snúa að þeim annatíma sem jólin eru en einnig til að fá innblástur fyrir hugvekjur, predikanir og tónlistarflutning  jólatíðarinnar. Rithöfundurinn kunni Guðmundur Andri Thorsson kom á fundinn og sagði fundarmönnum frá sinni sýn á jólaguðspjallið.

Ráðstefna í leiðtogafræðum

Eftir Fréttir

Um helgina 6.-7. nóvember mun fara fram Global Leadership Summit á Íslandi. GLS er þekkt ráðstefna sem haldin er víðsvegar um lönd og miðar að því að efla fólk til leiðtogaverkefna. Mikið af áhugaverðum fyrirlesurum verða á ráðstefnunni og er það ástæða þess að Kjalarnessprófastsdæmi bauð prestum, djáknum og sóknarnefndarformönnum í prófastsdæminu að taka þátt. Fjöldamargir skráðu sig og munu vonandi hafa gagn af þessari metnaðarfullu ráðstefnu. Lesa má nánar um ráðstefnuna hér.

Leiðarþing Kjalarnessprófastsdæmis

Eftir Fréttir

Nú styttist í Leiðarþing Kjalarnessprófastsdæmis. Leiðarþingið fer fram fimmtudaginn 15. október næstkomandi í Strandbergi, Hafnarfirði. Þangað mæta formenn sóknarnefnda, safnaðarfulltrúar, prestar, djáknar, organistar og fulltrúar prófastsdæmisins á Leikmannastefnu og Kirkjuþingi.

Vinnustofa um sorgarviðbrögð og eftirfylgd

Eftir Fréttir

Í dag bjóða prófastsdæmin á SV-horninu, í samstarfi við fagfólk í líknarþjónustu Landspítala, upp á vinnustofu fyrir presta, djákna og annað starfsfólk um sorg, sorgarviðbrögð og eftirfylgdarvinnu. Fyrirlesari verður dr. Ruthmarijke Smeding sem hefur áratuga reynslu af því að kenna fagfólki. Þegar hafa margir prestar og djáknar úr Kjalarnessprófastsdæmi skráð sig til þátttöku.