Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Öflugt sjálfboðastarf í Bessastaðasókn

Eftir Fréttir

Í Bessastaðasókn í Kjalarnessprófastsdæmi var farið í að kortleggja sjálfboðaþjónustu í söfnuðinum, sem telur um 2500 manns. Þar vinna sjálfboðaliðar m.a. í kirkjukórum, sóknarnefnd, barna- og æskulýðsstarfi, bænahópum, og starfi á frístundaheimili sveitarfélagsins. Nánar

Hin pólitíska prédikun

Eftir Fréttir

Pólitísk prédikun lætur sig varða samfélagið og málefni þess. Hún lætur sig varða hvernig samfélagið þróast og hver grunngildi þess eru. Pólitísk prédikun lætur sig þetta varða, sem og þau mál sem eru efst á baugi hverju sinni í samfélaginu. Nánar

Fundur um kirkjuþingsmál

Eftir Fréttir

Fundur um málefni kirkjuþings verður haldinn fimmtudaginn 7. apríl í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ kl. 20. Kirkjuþingsfulltrúar Kjalarnessprófastsdæmis efna til fundarins. Nánar

Leiðtogaefni útskrifast

Eftir Fréttir

Í kvöld, 30. mars útskrifast 25 ungmenni úr Farskóla leiðtogaefna, en þetta er lokapunkturinn á farsælu starfi farskólans í vetur á Reykjavíkursvæðinu. Útskriftin fer fram í Dómkirkjunni kl. 20.00 og bjóða þátttakendur farskólans fjölskyldum sínum og leiðtogum til messu og að henni lokinni, kaffi í safnaðarheimili Dómkirkjunnar. Nánar

Yfirlitsræða prófasts á héraðsfundi

Eftir Fréttir

Mótlæti hefur aldrei dregið kjarkinn úr kirkjunni, sagan sýnir í reynd hið gagnstæða, mótlæti hefur ávallt orðið henni tilefni til siðbótar, til að líta í eigin barm og spyrja: hvað má betur fara hjá okkur, hvað getum við gert betur, hvernig snúum við vörn í sókn, hvernig verðum við betri kirkja, betri söfnuðir, trúverðugri fulltrúar Krists í þessum heimi?

Úr yfirlitsræðu prófasts á héraðsfundi Kjalarnessprófastsdæmis 9. mars.

Nánar

Liljur vallarins sýndar í Bíó Paradís

Eftir Fréttir

Liljur vallarins er ný íslensk heimildamynd eftir Þorstein Jónsson. Hún greinir frá lífinu í fallegri sveit og stórum sem smáum viðfangsefnum fólksins í sveitinni. Kjalarnessprófastsdæmi stendur fyrir sýningu á Liljum vallarins og umræðum um myndina og efni hennar, mánudaginn 14. mars. Nánar

Héraðsfundur Kjalarnessprófastsdæmis

Eftir Fréttir

Héraðsfundur Kjalarnessprófastsdæmis 2011 verður haldinn miðvikudaginn 9. mars í Vídalínskirkju í Garðabæ. Samkvæmt starfsreglum þjóðkirkjunnar er héraðsfundur aðalfundur prófastsdæmis og fjallar um málefni sem varða starf þjóðkirkjunnar í prófastsdæminu. Nánar

Styrkir til verkefna á sviði kærleiksþjónustu kirkjunnar

Eftir Fréttir

Lútherska kirkjan í Finnlandi hefur afhent Biskupsstofu, fyrir hönd þjóðkirkjunnar, gjöf að upphæð 50 þúsund Evra. Gjöfin er hugsuð til stuðnings kærleiksþjónustu á Íslandi. Biskupsstofa hefur ákveðið að hluti af þeirri upphæð, eða 5 milljónir, verði auglýstir sem styrkir til verkefna á sviði kærleiksþjónustu, eða díakóníu. Nánar

Sóknir og fjármál

Eftir Fréttir

Námskeið fyrir sóknarnefndir Kjalarnessprófastsdæmis í fjármála- og bókhaldslæsi verður haldið 24. febrúar. Markmið námskeiðsins er meðal annars að kynna grundvallaratriði, hlutverk og tilgang bókhalds, og að auka almenna þekkingu á fjármálum og hæfni til að stjórna þeim. Nánar

Tónlistin er ákall til saknaðarins

Eftir Fréttir

Með því að vindurinn söng í stráum hófst tónlistarsagan samkvæmt hinni ævafornu goðsögn. Og óneitanlega er sú frásaga góð skýring á inntaki tónlistarinnar, í því felst að hún veki tilfinningar með manninum, stundum saknaðarins þegar manninum finnst eins og hann sé skilinn eftir, og eitthvað vanti uppá að líf hans sé eins og það á að vera.

Þetta segir dr. Gunnar Kristjánsson í hugvekju sem var flutt á Kóradegi Kjalarnessprófastsdæmis 5. febrúar í Víðistaðakirkju. Nánar