Skip to main content

Fræðslunámskeið um Martein Lúther

Eftir Fréttir

Dagana 16.-18. janúar 2011 verður haldið fræðslunámskeið um Martein Lúther og áhrif hans í Skálholtsskóla. Námskeiðið fjallar um umbrot siðbótartímans í Mið-Þýskalandi á árunum 1517-1525 og þau varanlegu áhrif sem þau höfðu á vestræna menningu. Nánar

Hvað er von? Anna M. Þ. Ólafsdóttir

Eftir Fréttir

Í sunnudagsviðtali um von rekur Anna M. Þ. Ólafsdóttir sögu stúlku frá Úganda sem var vonarberi fyrir fjölskylduna sína. Hún fékk tækifæri til að mennta sig og gat þannig hjálpað systkinum sínum til að eiga betri framtíð. Anna minnir líka á að það gefur okkur heilmikla von að geta gefið öðrum von. Nánar

Hvað merkir jólaguðspjallið í samtímanum?

Eftir Fréttir

Árlega hittast prestar í Kjalarnessprófastsdæmi til undirbúnings fyrir prédikanir jóla og áramóta. Þetta árið var engin undantekning þar á og leiddi prófastur Kjalarnessprófastsdæmis, dr. Gunnar Kristjánsson, spjall um texta jólanna og prédikunarvinnu fyrir stórhátíðina, undir Esjuhlíðum á ægifögrum desembermorgni.

Nánar

Aðventufundur presta og djákna 3. desember

Eftir Fréttir

Árlegur aðventufundur prófasts með prestum og djáknum þar sem jólatextarnir verða krufnir, verður haldinn í Esjustofu á Kjalarnesi 3. desember kl. 9:30-13. Þetta er ómissandi undirbúningur við vinnslu jólaprédikananna. Gestur fundarins verður Pétur Gunnarsson rithöfundur. Nánar